Bitar úr lofti hrundu yfir leikhúsgesti á West End Andri Eysteinsson skrifar 6. nóvember 2019 21:48 Hér má sjá skemmdirnar í lofti Piccadilly. Twitter/KBGDUNN Slys urðu á fólki í London í dag þegar að hluti úr lofti Piccadilly leikhússins í West End, leikhúshverfi Lundúna, hrundi yfir áhorfendur á meðan að sýning stóð yfir á verki Arthurs Millers, Sölumaður deyr. (e. Death of a Salesman). Sky greinir frá því að vatnsleki hafi orsakað hrunið úr loftinu. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma. Myndir frá vettvangi sýna umfang vatnsskemmdanna. Einn leikhúsgesta, Tracy De Groose, lýsir upplifun sinni frá atvikinu á Twittersíðu sinni.Roof collapsed in Piccadilly Theatre tonight during performance of Death of a Salesman. Running water, then lots of screams. A few minor injuries. Thank you @WendellPierce for coming out to check everyone safe. Decent human beings do exist! — Tracy De Groose (@tdegroose) November 6, 2019 „Rennandi vatn, svo mikil öskur. Nokkur smávægileg meiðsli,“ skrifar De Groose og bætir við að aðalleikari sýningarinnar Wendell Pierce, sem meðal annars hefur leikið í sjónvarpsþáttunum The Wire og Suits, hafi gengið úr skugga um að leikhúsgestir væru óhultir. Leikhúsið var í kjölfarið rýmt og munu rýmingaraðgerðir hafa gengið vel. Sky hefur eftir öðrum leikhúsgesta, blaðamanninum Martin George, að tíu mínútum eftir að sýningin hafi hafist hefðu gestir geta heyrt vatn dropa úr þakinu. Hljóðið hafi stigmagnast og að endingu hafi þónokkrir gesta staðið upp og ætlað að yfirgefa svæðið. „Þá, þegar við stóðum upp til að fara féll 3-4 metra bútur úr þakinu niður,“ segir George. Bretland England Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Slys urðu á fólki í London í dag þegar að hluti úr lofti Piccadilly leikhússins í West End, leikhúshverfi Lundúna, hrundi yfir áhorfendur á meðan að sýning stóð yfir á verki Arthurs Millers, Sölumaður deyr. (e. Death of a Salesman). Sky greinir frá því að vatnsleki hafi orsakað hrunið úr loftinu. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma. Myndir frá vettvangi sýna umfang vatnsskemmdanna. Einn leikhúsgesta, Tracy De Groose, lýsir upplifun sinni frá atvikinu á Twittersíðu sinni.Roof collapsed in Piccadilly Theatre tonight during performance of Death of a Salesman. Running water, then lots of screams. A few minor injuries. Thank you @WendellPierce for coming out to check everyone safe. Decent human beings do exist! — Tracy De Groose (@tdegroose) November 6, 2019 „Rennandi vatn, svo mikil öskur. Nokkur smávægileg meiðsli,“ skrifar De Groose og bætir við að aðalleikari sýningarinnar Wendell Pierce, sem meðal annars hefur leikið í sjónvarpsþáttunum The Wire og Suits, hafi gengið úr skugga um að leikhúsgestir væru óhultir. Leikhúsið var í kjölfarið rýmt og munu rýmingaraðgerðir hafa gengið vel. Sky hefur eftir öðrum leikhúsgesta, blaðamanninum Martin George, að tíu mínútum eftir að sýningin hafi hafist hefðu gestir geta heyrt vatn dropa úr þakinu. Hljóðið hafi stigmagnast og að endingu hafi þónokkrir gesta staðið upp og ætlað að yfirgefa svæðið. „Þá, þegar við stóðum upp til að fara féll 3-4 metra bútur úr þakinu niður,“ segir George.
Bretland England Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira