Hjartnæm stund á leik Liverpool og Manchester City um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 14:00 Andy Robertson og Georginio Wijnaldum með fána til stuðnings Sean Cox. Getty/John Powell Liverpool getur náð níu stiga forskoti á Manchester City þegar liðin mætast á Anfield á sunnudaginn en þetta verða líka mikil tímamót fyrir einn 54 ára gamlan stuðningsmann Liverpool. Liverpool stuðningsmaðurinn Sean Cox mun á sunnudaginn mæta í fyrsta sinn á Anfield eftir árásina sem hann varð fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Roma. Hann verður heiðursgestur á leiknum ásamt fjölskyldu sinni. Stuðningsmenn ítalska félagsins Roma réðust á Sean Cox fyrir utan Anfield í apríl 2018. Hann hlaut alvarlegan heilaskaða í árásinni. Eftir átján mánaða meðferð á Írlandi þá hefur Sean Cox nú hafið aðra tólf vikna meðferð hjá sérfræðingi á norður Englandi sem mun hjálpa honum með tal og hreyfingar."We're delighted to see Sean back." Liverpool fan Sean Cox is to return to Anfield for the first time since sustaining serious injuries in an attack outside the ground in 2018. More https://t.co/kSsIMfZrFk#LFCpic.twitter.com/P23FtYoiPP — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019Goðsagnir Liverpool og írska landsliðsins mættust í vor í söfnunarleik fyrir Sean Cox en leikurinn fór fram í Dublin á Írlandi. Alls söfnuðust 748 þúsund evrur í Sean Cox Rehabilitation sjóðinn. Martina, eiginkona Cox, segist sjá framfarir hjá manni sínum en að þær gangi hægt og hann eigi enn þá mjög erfitt með að tjá sig. Ítalinn Simone Mastrelli var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir árásina. „Við erum mjög ánægð með að geta boðið Sean og fjölskyldu hans aftur velkomin á Anfield. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund fyrir fjölskylduna. Félagið hefur unnið mjög náið með Cox-fjölskyldunni til að gera þessa heimsókn eins auðvelda og kostur er,“ sagði Peter Moore, stjórnarformaður Liverpool. „Það hvernig stuðningsmenn okkar hafa stutt við bakið á Cox-fjölskyldunni sýnir vel hollustu þeirra gagnvart Liverpool fjölskyldunni og við vitum að þannig verður þetta einnig á sunnudaginn,“ sagði Peter Moore. Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Liverpool getur náð níu stiga forskoti á Manchester City þegar liðin mætast á Anfield á sunnudaginn en þetta verða líka mikil tímamót fyrir einn 54 ára gamlan stuðningsmann Liverpool. Liverpool stuðningsmaðurinn Sean Cox mun á sunnudaginn mæta í fyrsta sinn á Anfield eftir árásina sem hann varð fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Roma. Hann verður heiðursgestur á leiknum ásamt fjölskyldu sinni. Stuðningsmenn ítalska félagsins Roma réðust á Sean Cox fyrir utan Anfield í apríl 2018. Hann hlaut alvarlegan heilaskaða í árásinni. Eftir átján mánaða meðferð á Írlandi þá hefur Sean Cox nú hafið aðra tólf vikna meðferð hjá sérfræðingi á norður Englandi sem mun hjálpa honum með tal og hreyfingar."We're delighted to see Sean back." Liverpool fan Sean Cox is to return to Anfield for the first time since sustaining serious injuries in an attack outside the ground in 2018. More https://t.co/kSsIMfZrFk#LFCpic.twitter.com/P23FtYoiPP — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019Goðsagnir Liverpool og írska landsliðsins mættust í vor í söfnunarleik fyrir Sean Cox en leikurinn fór fram í Dublin á Írlandi. Alls söfnuðust 748 þúsund evrur í Sean Cox Rehabilitation sjóðinn. Martina, eiginkona Cox, segist sjá framfarir hjá manni sínum en að þær gangi hægt og hann eigi enn þá mjög erfitt með að tjá sig. Ítalinn Simone Mastrelli var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir árásina. „Við erum mjög ánægð með að geta boðið Sean og fjölskyldu hans aftur velkomin á Anfield. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund fyrir fjölskylduna. Félagið hefur unnið mjög náið með Cox-fjölskyldunni til að gera þessa heimsókn eins auðvelda og kostur er,“ sagði Peter Moore, stjórnarformaður Liverpool. „Það hvernig stuðningsmenn okkar hafa stutt við bakið á Cox-fjölskyldunni sýnir vel hollustu þeirra gagnvart Liverpool fjölskyldunni og við vitum að þannig verður þetta einnig á sunnudaginn,“ sagði Peter Moore.
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira