Líkti forseta þingsins við Scarface og tennisboltavél í kveðjuræðu Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 23:30 Bercow yfirgaf þingsal í síðasta skipti í dag. Vísir/EPA John Bercow, nafntogaði forseti neðri deildar breska þingsins, stýrði sínum síðasta þingfundi í dag eftir tíu ára setu á forsetastóli. Í kveðjuræðu til Bercow í gær líkti Boris Johnson, forsætisráðherra, þingforsetanum við persónuna Tony Montana úr kvikmyndinni „Scarface“ og stjórnlausa tennisboltavél. Tilþrifamikil fundarstjórn Bercow sem þingforseta hefur vakið athygli víða um heim, ekki síst í gegnum mánaðalöng átök á þinginu um útgönguna úr Evrópusambandinu. Bercow hefur ekki hikað við að þagga niður í ódælum þingmönnum og skipað þeim að stunda jóga eða íhugun til að róa sig ef svo ber undir.Bercow ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningum sem þingið samþykkti í vikunni að fari fram 12. desember. Þar með lýkur tuttugu og tveggja ára þingferli sem hófst fyrir Íhaldsflokkinn. Sem þingforseti hefur Bercow ekki verið óumdeildur. Fyrrum félagar hans í Íhaldsflokknum hafa meðal annars deilt hart á túlkanir hans á þingsköpum sem þeir telja að hafi hallað á ríkisstjórnina. Johnson forsætisráðherra lét slíkan ágreining til hliðar í nokkurs konar kveðjuræðu til Bercow þegar þingforsetinn stýrði sínum síðasta fyrirspurnartíma forsætisráðherra í þinginu í gær. „Þú hefur setið þarna á hásæti þínu, ekki aðeins sem dómari, og úrskurðað af vægðarleysi um fínni atriði þingskapa með þinni einkennandi ygglibrún Tony Montana, herra forseti,“ sagði Johnson um Bercow og vísaði til persónu Al Pacino úr kvikmyndinni „Scarface“.Bercow, sagði Johnson, hefði ekki aðeins fylgst með umræðunum í þingsal heldur skotið eigin skoðunum og hugleiðingum yfir þingheim eins og „stjórnlaus tennisboltavél sem kom með bókstaflega röð óviðráðanlegra og óstöðvandi skellum og sendingum“. Uppskar Johnson mikil hlátrarsköll þingheims en gerðist síðan einlægari í lofi sínu á Bercow. „Þó að við kunnum hafa verið ósammála um sumar lagalegu nýjungarnar sem þá hefur talað fyrir efast ég ekkert um að þú hafi verið góður þjónn þessa þings og neðri deildarinnar,“ sagði forsætisráðherrann. Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
John Bercow, nafntogaði forseti neðri deildar breska þingsins, stýrði sínum síðasta þingfundi í dag eftir tíu ára setu á forsetastóli. Í kveðjuræðu til Bercow í gær líkti Boris Johnson, forsætisráðherra, þingforsetanum við persónuna Tony Montana úr kvikmyndinni „Scarface“ og stjórnlausa tennisboltavél. Tilþrifamikil fundarstjórn Bercow sem þingforseta hefur vakið athygli víða um heim, ekki síst í gegnum mánaðalöng átök á þinginu um útgönguna úr Evrópusambandinu. Bercow hefur ekki hikað við að þagga niður í ódælum þingmönnum og skipað þeim að stunda jóga eða íhugun til að róa sig ef svo ber undir.Bercow ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningum sem þingið samþykkti í vikunni að fari fram 12. desember. Þar með lýkur tuttugu og tveggja ára þingferli sem hófst fyrir Íhaldsflokkinn. Sem þingforseti hefur Bercow ekki verið óumdeildur. Fyrrum félagar hans í Íhaldsflokknum hafa meðal annars deilt hart á túlkanir hans á þingsköpum sem þeir telja að hafi hallað á ríkisstjórnina. Johnson forsætisráðherra lét slíkan ágreining til hliðar í nokkurs konar kveðjuræðu til Bercow þegar þingforsetinn stýrði sínum síðasta fyrirspurnartíma forsætisráðherra í þinginu í gær. „Þú hefur setið þarna á hásæti þínu, ekki aðeins sem dómari, og úrskurðað af vægðarleysi um fínni atriði þingskapa með þinni einkennandi ygglibrún Tony Montana, herra forseti,“ sagði Johnson um Bercow og vísaði til persónu Al Pacino úr kvikmyndinni „Scarface“.Bercow, sagði Johnson, hefði ekki aðeins fylgst með umræðunum í þingsal heldur skotið eigin skoðunum og hugleiðingum yfir þingheim eins og „stjórnlaus tennisboltavél sem kom með bókstaflega röð óviðráðanlegra og óstöðvandi skellum og sendingum“. Uppskar Johnson mikil hlátrarsköll þingheims en gerðist síðan einlægari í lofi sínu á Bercow. „Þó að við kunnum hafa verið ósammála um sumar lagalegu nýjungarnar sem þá hefur talað fyrir efast ég ekkert um að þú hafi verið góður þjónn þessa þings og neðri deildarinnar,“ sagði forsætisráðherrann.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05
Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30
Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07