Líkti forseta þingsins við Scarface og tennisboltavél í kveðjuræðu Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 23:30 Bercow yfirgaf þingsal í síðasta skipti í dag. Vísir/EPA John Bercow, nafntogaði forseti neðri deildar breska þingsins, stýrði sínum síðasta þingfundi í dag eftir tíu ára setu á forsetastóli. Í kveðjuræðu til Bercow í gær líkti Boris Johnson, forsætisráðherra, þingforsetanum við persónuna Tony Montana úr kvikmyndinni „Scarface“ og stjórnlausa tennisboltavél. Tilþrifamikil fundarstjórn Bercow sem þingforseta hefur vakið athygli víða um heim, ekki síst í gegnum mánaðalöng átök á þinginu um útgönguna úr Evrópusambandinu. Bercow hefur ekki hikað við að þagga niður í ódælum þingmönnum og skipað þeim að stunda jóga eða íhugun til að róa sig ef svo ber undir.Bercow ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningum sem þingið samþykkti í vikunni að fari fram 12. desember. Þar með lýkur tuttugu og tveggja ára þingferli sem hófst fyrir Íhaldsflokkinn. Sem þingforseti hefur Bercow ekki verið óumdeildur. Fyrrum félagar hans í Íhaldsflokknum hafa meðal annars deilt hart á túlkanir hans á þingsköpum sem þeir telja að hafi hallað á ríkisstjórnina. Johnson forsætisráðherra lét slíkan ágreining til hliðar í nokkurs konar kveðjuræðu til Bercow þegar þingforsetinn stýrði sínum síðasta fyrirspurnartíma forsætisráðherra í þinginu í gær. „Þú hefur setið þarna á hásæti þínu, ekki aðeins sem dómari, og úrskurðað af vægðarleysi um fínni atriði þingskapa með þinni einkennandi ygglibrún Tony Montana, herra forseti,“ sagði Johnson um Bercow og vísaði til persónu Al Pacino úr kvikmyndinni „Scarface“.Bercow, sagði Johnson, hefði ekki aðeins fylgst með umræðunum í þingsal heldur skotið eigin skoðunum og hugleiðingum yfir þingheim eins og „stjórnlaus tennisboltavél sem kom með bókstaflega röð óviðráðanlegra og óstöðvandi skellum og sendingum“. Uppskar Johnson mikil hlátrarsköll þingheims en gerðist síðan einlægari í lofi sínu á Bercow. „Þó að við kunnum hafa verið ósammála um sumar lagalegu nýjungarnar sem þá hefur talað fyrir efast ég ekkert um að þú hafi verið góður þjónn þessa þings og neðri deildarinnar,“ sagði forsætisráðherrann. Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
John Bercow, nafntogaði forseti neðri deildar breska þingsins, stýrði sínum síðasta þingfundi í dag eftir tíu ára setu á forsetastóli. Í kveðjuræðu til Bercow í gær líkti Boris Johnson, forsætisráðherra, þingforsetanum við persónuna Tony Montana úr kvikmyndinni „Scarface“ og stjórnlausa tennisboltavél. Tilþrifamikil fundarstjórn Bercow sem þingforseta hefur vakið athygli víða um heim, ekki síst í gegnum mánaðalöng átök á þinginu um útgönguna úr Evrópusambandinu. Bercow hefur ekki hikað við að þagga niður í ódælum þingmönnum og skipað þeim að stunda jóga eða íhugun til að róa sig ef svo ber undir.Bercow ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningum sem þingið samþykkti í vikunni að fari fram 12. desember. Þar með lýkur tuttugu og tveggja ára þingferli sem hófst fyrir Íhaldsflokkinn. Sem þingforseti hefur Bercow ekki verið óumdeildur. Fyrrum félagar hans í Íhaldsflokknum hafa meðal annars deilt hart á túlkanir hans á þingsköpum sem þeir telja að hafi hallað á ríkisstjórnina. Johnson forsætisráðherra lét slíkan ágreining til hliðar í nokkurs konar kveðjuræðu til Bercow þegar þingforsetinn stýrði sínum síðasta fyrirspurnartíma forsætisráðherra í þinginu í gær. „Þú hefur setið þarna á hásæti þínu, ekki aðeins sem dómari, og úrskurðað af vægðarleysi um fínni atriði þingskapa með þinni einkennandi ygglibrún Tony Montana, herra forseti,“ sagði Johnson um Bercow og vísaði til persónu Al Pacino úr kvikmyndinni „Scarface“.Bercow, sagði Johnson, hefði ekki aðeins fylgst með umræðunum í þingsal heldur skotið eigin skoðunum og hugleiðingum yfir þingheim eins og „stjórnlaus tennisboltavél sem kom með bókstaflega röð óviðráðanlegra og óstöðvandi skellum og sendingum“. Uppskar Johnson mikil hlátrarsköll þingheims en gerðist síðan einlægari í lofi sínu á Bercow. „Þó að við kunnum hafa verið ósammála um sumar lagalegu nýjungarnar sem þá hefur talað fyrir efast ég ekkert um að þú hafi verið góður þjónn þessa þings og neðri deildarinnar,“ sagði forsætisráðherrann.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05
Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30
Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07