Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 17:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín. Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín.
Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira