Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Þröstur Friðfinnsson skrifar 22. október 2019 10:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein III. Lýðræðið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. Meginmarkmið eru; „Að sveitarfélög verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi“ og „sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.“ Í tillögunni, sem og greinargerð sem með fylgir, er sérlega mikið lagt upp úr þessum atriðum, lýðræði og sjálfstjórnarrétti. Aðgerðaáætlun fylgir með í 11 liðum. Þar er því miður flest í formi óljósra markmiða sem vinna þarf frekar í. Sumt eru það margrædd málefni en þó kannski þau mikilvægustu fyrir styrkingu sveitarfélagastigsins, svo sem verkaskipting ríkis og sveitarfélaga, tekjustofnar sveitarfélaga og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni. Eitt atriði er þó skýrt og tölusett, en það er raunar í hróplegri andstöðu við það lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt sem er þó svo mjög hampað að öðru leyti. Það er að lögfest verði að sveitarfélög skuli hafa að lágmarki 1.000 íbúa innan nokkurra ára, og fái íbúar ekkert um það að segja, nema þá náðarsamlegast að velja sér mótaðila til sameiningar. Í dag eru 40 sveitarfélög sem ná ekki þessu marki, af 72 sveitarfélögum í landinu. Það á því að taka lýðræðislegan rétt íbúa meirihluta sveitarfélaganna af þeim með lagaboði, allt í nafni lýðræðis. Fyrir svo harkalegri aðgerð þurfa að vera ríkir hagsmunir og sterk rök. Því er ekki að heilsa í þessu máli. Enda alger fásinna að sameiningar sveitarfélaga, þar sem aðeins 5% þjóðarinnar búa, hafi svo sem nokkur áhrif á styrk sveitarfélagastigsins í heild. Raunar finnast hvergi í gögnum eða ferli málsins nokkur rök fyrir þessu lágmarki. Það kemur einnig fram í þeim skýrslum sem að baki liggja, að lýðræðisleg virkni íbúa og samskipti við kjörna fulltrúa og skrifstofur sveitarfélaga, er mikið meiri í litlu sveitarfélögunum. Stækkun sveitarfélga eflir því tæplega lýðræði heldur frekar öfugt. Því skal síðan mæta með því að taka upp hliðarlýðræði með ýmsum aðferðum, hverfisráðum, rafrænum íbúakosningum o.fl. Alvarlegast er samt að á öllum stigum hefur samráð verið takmarkað við litlu sveitarfélögin sem málið snertir þó beint. Og það sem enn verra er, rangt er farið með þegar frá því er sagt. Því er óhikað haldið fram að tillagan sé lögð fram með velþóknun sveitarstjórnarstigsins í heild. Þá segir t.d. í niðurstöðum um Grænbók, að umsagnir séu mjög jákvæðar og sveitarstjórnarstigið sé almennt sammála þessum tillögum. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni er þetta svo enn ítrekað. Hins vegar er í engu getið um harða andstöðu gegn lögþvinguðum sameiningum, né efasemdum um þá leið, sem þó eru áberandi í umsögnum sveitarfélaganna.Lögfræðin Til að svara gagnrýni lét ráðuneyti sveitarstjórnarmála vinna lögfræðiálit sem birt var rétt fyrir aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust. Álitið var skýrt og vel rökstutt, það telst hvorki fara í bága við lög né stjórnarskrá að lágmark sé sett á íbúafjölda. Hefur þetta lögfræðiálit verið notað sem heilbrigðisvottorð fyrir tillöguna. En þegar niðurstaðan er ákveðin fyrirfram, þá gleymist stundum að sjá hlutina í fullu samhengi. Í álitinu segir nefnilega í lokakafla fyrir niðurstöður að gera verði tvær megin kröfur varðandi skipan sveitarfélaga, „að í fyrsta lagi verði staðhættir sveitarfélaga með þeim hætti að sannanlega sé um staðbundnar einingar að ræða (leturbr. ÞF) og í öðru lagi að stærð sveitarfélagseininga standi undir þeim verkefnum sem þeim er falið skv. lögum.“ Þessum megin niðurstöðum hefur ekki mikið verið haldið á lofti, enda koma þær 1.000 íbúa lágmarki lítið við, nema þá á þann veg að í þó nokkrum tilvikum munu sveitarfélög mjög tæplega geta talist „sannanlega staðbundin eining“ ef þau eiga að ná 1.000 íbúa marki. Því má í raun telja réttara að lögfræðiálitið hafni 1.000 íbúa markinu en að það styðji það! Enda er óhætt að fullyrða að mörg sveitarfélög sem eru með undir 1.000 íbúa í dag, standist bæði framangreind skilyrði með fullum sóma.Frá Grenivík í Grýtubakkahreppi.Mynd/þröstur FriðfinnssonLýðræði eða ofbeldi? Á fyrrnefndu aukalandsþingi neyttu svo stærri sveitarfélögin aflsmunar, en þar komu 75% þingfulltrúa frá sveitarfélögum með yfir 1.000 íbúa, og samþykkti þingið stuðning við málið. Eftir þingið var niðurstöðunni síðan lýst sem um fulla samstöðu sveitarstjórnarstigsins og einróma stuðning við tillöguna væri að ræða. Hið rétta er að frekar má segja að hinn stærri hafi þar ákveðið að hin minni skyldu sameinast hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Þetta er mjög svo umdeilanlegt lýðræði, enda í mörgum tilfellum miklir fjárhagslegir hagsmunir í boði fyrir stærri sveitarfélögin með sameiningum við hin minni, alla vega ef tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs ná fram að ganga. Ekki voru talin atkvæði á þinginu, en ég áætla að fulltrúar a.m.k. 25 sveitarfélaga hafi greitt atkvæði gegn stuðningstilllögunni. Afgreiðslan var því langt frá því að vera samhljóða. Vinnubrögð í þessu ferli öllu eru ámælisverð. Það er ekki boðleg stjórnsýsla að villa vísvitandi um fyrir Alþingi bæði í greinargerð og með yfirlýsingum á opinberum vettvangi. Því er mikilvægt að Alþingismenn geri sér grein fyrir því hvernig þetta mál hefur verið keyrt áfram. Ekki síður væri fróðlegt fyrir alla að fá upp á borðið hvaða hagsmunir búa þar að baki? Því hefur enn ekki verið svarað. En þau rök sem hafa verið notuð fyrir nauðsyn 1.000 íbúa lágmarks standast hvergi, eins og ég hef áður farið yfir. Það er ekki síður bagalegt að önnur atriði tillögunnar séu ómarkviss og lítt rædd á opninberum vettvangi því þar er ýmislegt sem meira máli skiptir. Íbúum er fullvel treystandi fyrir því að meta sjálfir hvað þeim er fyrir bestu í sameiningarmálum. Sameiningar sveitarfélaga munu örugglega halda áfram, en ef vel á að takast til verða þær að vera á réttum forsendum, á forsendum íbúanna sjálfra. Alþingi getur ekki og má ekki leggja blessun sína yfir ofbeldi, þó reynt sé að kenna það við lýðræði. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Fyrri greinar Þrastar í greinaflokknum má finna hér og hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein III. Lýðræðið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. Meginmarkmið eru; „Að sveitarfélög verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi“ og „sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.“ Í tillögunni, sem og greinargerð sem með fylgir, er sérlega mikið lagt upp úr þessum atriðum, lýðræði og sjálfstjórnarrétti. Aðgerðaáætlun fylgir með í 11 liðum. Þar er því miður flest í formi óljósra markmiða sem vinna þarf frekar í. Sumt eru það margrædd málefni en þó kannski þau mikilvægustu fyrir styrkingu sveitarfélagastigsins, svo sem verkaskipting ríkis og sveitarfélaga, tekjustofnar sveitarfélaga og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni. Eitt atriði er þó skýrt og tölusett, en það er raunar í hróplegri andstöðu við það lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt sem er þó svo mjög hampað að öðru leyti. Það er að lögfest verði að sveitarfélög skuli hafa að lágmarki 1.000 íbúa innan nokkurra ára, og fái íbúar ekkert um það að segja, nema þá náðarsamlegast að velja sér mótaðila til sameiningar. Í dag eru 40 sveitarfélög sem ná ekki þessu marki, af 72 sveitarfélögum í landinu. Það á því að taka lýðræðislegan rétt íbúa meirihluta sveitarfélaganna af þeim með lagaboði, allt í nafni lýðræðis. Fyrir svo harkalegri aðgerð þurfa að vera ríkir hagsmunir og sterk rök. Því er ekki að heilsa í þessu máli. Enda alger fásinna að sameiningar sveitarfélaga, þar sem aðeins 5% þjóðarinnar búa, hafi svo sem nokkur áhrif á styrk sveitarfélagastigsins í heild. Raunar finnast hvergi í gögnum eða ferli málsins nokkur rök fyrir þessu lágmarki. Það kemur einnig fram í þeim skýrslum sem að baki liggja, að lýðræðisleg virkni íbúa og samskipti við kjörna fulltrúa og skrifstofur sveitarfélaga, er mikið meiri í litlu sveitarfélögunum. Stækkun sveitarfélga eflir því tæplega lýðræði heldur frekar öfugt. Því skal síðan mæta með því að taka upp hliðarlýðræði með ýmsum aðferðum, hverfisráðum, rafrænum íbúakosningum o.fl. Alvarlegast er samt að á öllum stigum hefur samráð verið takmarkað við litlu sveitarfélögin sem málið snertir þó beint. Og það sem enn verra er, rangt er farið með þegar frá því er sagt. Því er óhikað haldið fram að tillagan sé lögð fram með velþóknun sveitarstjórnarstigsins í heild. Þá segir t.d. í niðurstöðum um Grænbók, að umsagnir séu mjög jákvæðar og sveitarstjórnarstigið sé almennt sammála þessum tillögum. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni er þetta svo enn ítrekað. Hins vegar er í engu getið um harða andstöðu gegn lögþvinguðum sameiningum, né efasemdum um þá leið, sem þó eru áberandi í umsögnum sveitarfélaganna.Lögfræðin Til að svara gagnrýni lét ráðuneyti sveitarstjórnarmála vinna lögfræðiálit sem birt var rétt fyrir aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust. Álitið var skýrt og vel rökstutt, það telst hvorki fara í bága við lög né stjórnarskrá að lágmark sé sett á íbúafjölda. Hefur þetta lögfræðiálit verið notað sem heilbrigðisvottorð fyrir tillöguna. En þegar niðurstaðan er ákveðin fyrirfram, þá gleymist stundum að sjá hlutina í fullu samhengi. Í álitinu segir nefnilega í lokakafla fyrir niðurstöður að gera verði tvær megin kröfur varðandi skipan sveitarfélaga, „að í fyrsta lagi verði staðhættir sveitarfélaga með þeim hætti að sannanlega sé um staðbundnar einingar að ræða (leturbr. ÞF) og í öðru lagi að stærð sveitarfélagseininga standi undir þeim verkefnum sem þeim er falið skv. lögum.“ Þessum megin niðurstöðum hefur ekki mikið verið haldið á lofti, enda koma þær 1.000 íbúa lágmarki lítið við, nema þá á þann veg að í þó nokkrum tilvikum munu sveitarfélög mjög tæplega geta talist „sannanlega staðbundin eining“ ef þau eiga að ná 1.000 íbúa marki. Því má í raun telja réttara að lögfræðiálitið hafni 1.000 íbúa markinu en að það styðji það! Enda er óhætt að fullyrða að mörg sveitarfélög sem eru með undir 1.000 íbúa í dag, standist bæði framangreind skilyrði með fullum sóma.Frá Grenivík í Grýtubakkahreppi.Mynd/þröstur FriðfinnssonLýðræði eða ofbeldi? Á fyrrnefndu aukalandsþingi neyttu svo stærri sveitarfélögin aflsmunar, en þar komu 75% þingfulltrúa frá sveitarfélögum með yfir 1.000 íbúa, og samþykkti þingið stuðning við málið. Eftir þingið var niðurstöðunni síðan lýst sem um fulla samstöðu sveitarstjórnarstigsins og einróma stuðning við tillöguna væri að ræða. Hið rétta er að frekar má segja að hinn stærri hafi þar ákveðið að hin minni skyldu sameinast hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Þetta er mjög svo umdeilanlegt lýðræði, enda í mörgum tilfellum miklir fjárhagslegir hagsmunir í boði fyrir stærri sveitarfélögin með sameiningum við hin minni, alla vega ef tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs ná fram að ganga. Ekki voru talin atkvæði á þinginu, en ég áætla að fulltrúar a.m.k. 25 sveitarfélaga hafi greitt atkvæði gegn stuðningstilllögunni. Afgreiðslan var því langt frá því að vera samhljóða. Vinnubrögð í þessu ferli öllu eru ámælisverð. Það er ekki boðleg stjórnsýsla að villa vísvitandi um fyrir Alþingi bæði í greinargerð og með yfirlýsingum á opinberum vettvangi. Því er mikilvægt að Alþingismenn geri sér grein fyrir því hvernig þetta mál hefur verið keyrt áfram. Ekki síður væri fróðlegt fyrir alla að fá upp á borðið hvaða hagsmunir búa þar að baki? Því hefur enn ekki verið svarað. En þau rök sem hafa verið notuð fyrir nauðsyn 1.000 íbúa lágmarks standast hvergi, eins og ég hef áður farið yfir. Það er ekki síður bagalegt að önnur atriði tillögunnar séu ómarkviss og lítt rædd á opninberum vettvangi því þar er ýmislegt sem meira máli skiptir. Íbúum er fullvel treystandi fyrir því að meta sjálfir hvað þeim er fyrir bestu í sameiningarmálum. Sameiningar sveitarfélaga munu örugglega halda áfram, en ef vel á að takast til verða þær að vera á réttum forsendum, á forsendum íbúanna sjálfra. Alþingi getur ekki og má ekki leggja blessun sína yfir ofbeldi, þó reynt sé að kenna það við lýðræði. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Fyrri greinar Þrastar í greinaflokknum má finna hér og hér.
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun