Hagræðing eða þjónusta? Þröstur Friðfinnsson skrifar 15. október 2019 14:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein II. Ný skýrsla með hraði Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. Enda hefur megin niðurstaðan þegar verið notuð í þeirri umræðu og það án allra fyrirvara. Fyrirvarar eru hins vegar þó nokkrir í skýrslunni sjálfri. Hér fer á sama veg og áður, skýrslur eru unnar og niðurstaðan (jafnvel fyrirfram gefin) notuð síðan sem hrein og klár staðreynd, þó við lestur skýrslunnar komi síðan ýmislegt annað í ljós. Í skýrslunni kemur nefnilega skýrt fram, að um er að ræða „tækifæri til hagræðingar“ og „mögulegan ávinning“ en alls ekki sé á vísan að róa. Því hún bendir á að rannsóknir sýni að slík hagræðing hafi hreint ekki náðst eftir sameiningar sveitarfélaga á Íslandi til þessa. Í henni kemur fram að kostnaður sveitarfélaga með 1.000 til 5.000 íbúa vegna almennrar þjónustu, sé hlutfallslega óverulega lægri en þeirra sem eru með innan við 1.000 íbúa. Ekki er heldur sýnilegur munur á kostnaði við t.d. æskulýðs-, íþrótta- og menningarmál eftir stærð sveitarfélaganna. Samt sem áður ákveða skýrsluhöfundar að möguleikar séu þó nokkrir í þessum málaflokkum til hagræðingar, eða 1,7 til 2,7 milljarðar á ári. Nokkur hagræðing ætti að vera möguleg í stjórnsýslu, kannski er það hvað augljósast. Þó er það heldur ekki sjálfgefið, einkum þar sem fjarlægðir eru miklar og fleiri byggðakjarnar í sama sveitarfélagi. Ekki er t.d. vænst mikils sparnaðar við sameiningu Fljótsdalshérðaðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar, enda lagt upp með að góð grunnþjónusta verði áfram veitt í öllum byggðakjörnunum. Þá er stjórnsýsla minni sveitarfélaga fámenn og einföld en við sameiningar vilja bætast við störf millistjórnenda og sérfræðinga í stað þeirra yfirmannsstarfa sem niður falla. Eins eru kjör fulltrúa og nefndarfólks í minni sveitarfélögum almennt afar hógvær og þó verulega fækki í þeim hópi við sameiningu, hækka kjörin gjarna mikið við breytinguna.Heita kartaflan Langstærsti útgjaldaliður sveitarfélaga er fræðslumálin, þ.e. leikskólar og grunnskólar. Enda er það svo að þegar á reynir eftir sameiningar sveitarfélaga, líður almennt ekki langur tími þar til farið er að skoða sameiningar skóla. Skýrslan tekur þó varfærna nálgun á skólamálin sem er skynsamlegt, enda styttast vegalengdir ekki við sameiningu og miklar tilfinningar fylgja þegar hrófla á við skólum. Þá eru skólarnir sú grunnþjónusta sem búsetu fjölskyldufólks fylgir, þannig að með lokun skóla er lífsgrundvelli jafnvel kippt undan viðkomandi byggð. Þegar skýrslan er þannig lesin í heild með öllum fyrirvörum, verður að telja ansi hraustslegt að tala um mögulega hagræðingu sem orðinn hlut, eða sjálfgefinn. Trúlega væri jafn auðvelt að skrifa skýrslu um stjórnkerfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og sýna fram á jafnvel enn meiri hagræðingu í krónum talið, með eða þess vegna án sameininga. Það má t.d. spyrja hvort það sé eðlilegt að á skrifstofu borgarstjóra einni saman, vinni fleiri starfsmenn en hjá öllum Grýtubakkahreppi. Það er á skrifstofu, í grunnskóla, leikskóla, á hjúkrunarheimili, í heimaþjónustu, áhaldahúsi, hjá veitum, slökkviliði og íþróttamiðstöð. Það er þó ekki mitt að gagnrýna það og ég geri heldur engar tillögur um breytingar hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Stóru sveitarfélögin telja sig hins vegar hafa fullan rétt, ekki bara til að leggja til, heldur nánast að ákveða hvað sé hinum minni fyrir bestu.Grenivík í Grýtubakkahreppi.Grenivík.Jöfnunarsjóður, eðlileg framlög? Nýverið voru unnar tillögur um framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga sem sameinast. Þær voru kynntar rétt fyrir aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, nánast sem samþykktar reglur væru. Tímasetningin engin tilviljun, en í tillögunum er veifað stórum fjárhæðum einkum framan í stærri sveitarfélög sem myndu sameinast litlum nágrönnum sínum. Eðllega líst mörgum vel á að fá myndarleg framlög, en ekkert hefur komið fram um fjármögnun, hvort yrði dregið af öðrum framlögum Jöfnunarsjóðs að hluta, eða hvort um ný framlög frá ríki yrði að ræða. Það er hins vegar í hróplegu ósamræmi við allt tal um hagræðingu og tal um að farið skuli vel með fjármuni hins opinbera, að ausa þannig fé á báðar hendur óháð kostnaði við sameiningar. Að lofa Skagfirðingum tæpum 800 milljónum fyrir að sameinast, þegar það blasir við að sáralítill kostnaður fylgir. Eða Norðurþingi vel yfir 600 milljónum fyrir að sameinast Tjörneshreppi. Í þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram um málefni sveitarfélaga verður þessi þversögn enn augljósari. Þar er megintilgangurinn að tryggja íbúum landsins jafna og góða þjónustu, einkanlega íbúum minni sveitarfélaga. Hins vegar er stefnt að því um leið að sveitarfélagastigið í heild verði hagkvæmara. Það er öllum ljóst sem til þekkja að kostnaður við þjónustu sveitarfélaga mun lítið minnka nema með því að skerða hana. Hér þarf því að ákveða hvora leiðina menn ætla í raun að fara, að tryggja þjónustu út um allt land, eða sameina sveitarfélög í hagræðingarskyni. Ráðherra hefur boðað að það sé sveitarstjórna í stórum sameinuðum sveitarfélögum að tryggja að hagsmunum jaðarbyggða verði vel sinnt eftir sameiningar. Þá fer illa saman að fullyrða um leið að hagræðing af þessum sameiningum muni nema allt að 5 milljörðum á ári. Raunar fylgir með að þá hagræðingu megi t.d. nota til að efla þjónustu við íbúa. En þá erum við raunar komin í hring með málið!Traust og vantraust Í inngangi skýrslunnar sem nefnd var í upphafi greinarinnar segir svo: „Hins vegar treystir ríkisvaldið ekki minnstu sveitarfélögunum til að standa faglega að rekstri ýmissa málaflokka og þess vegna hefur verið hvatt til sameininga.“ Þetta eru útaf fyrir sig fréttir fyrir okkur sem rekum minni sveitarfélög. En auðvitað verður að ætla að með fjölgun hæfra sérfræðinga, eins og fyrr var komið inn á, aukist fagmennska hjá sveitarfélögum. Ekki má samt gleyma þeirri hættu sem virðist fylgja stærðinni, þegar menn tapa yfirsýn og skrifræðið nær völdum. Það eru örugglega til dæmi um ófaglega vinnu, jafnvel skandala, en ekki síður er það hjá stærri sveitarfélögum en þeim minni. Það er nefnilega mikils virði að hafa yfirsýn og rekstrareiningar séu ekki of stórar og flóknar. Minni sveitarfélög hafa sýnt ráðdeild í rekstri og búa velflest við sterkan fjárhag. Raunar standa þau á flesta fjárhagsmælikvarða almennt betur en hin stærri. Getur verið að stærri sveitarfélög ásælist tekjur og eignir minni sveitarfélaga? Eða býr undir einungis hrein umhyggja fyrir íbúum minni sveitarfélaga, sá góði vilji að þeir megi njóta betri þjónustu til framtíðar? Hver getur svarað því? Af hverju er svo hart keyrt á sameiningar um þessar mundir að vilji íbúa á jafnvel ekki að skipta neinu? Traust er mikilvægt, ekki síst þurfa íbúar jaðarsvæða að treysta því að þeirra hagur verði ekki fyrir borð borinn í hagræðingarskyni. Þeir þurfa að treysta stórum nágrannasveitarfélögum, þeir þurfa að treysta stjórnvöldum. Það að kynna hagræðingu sem eingöngu næst fram með skerðingu þjónustu (þó talað sé um að hagræðinguna megi svo nota til að bæta aftur hina skertu þjónustu) vekur ekki traust íbúa. Það að skylda sveitarfélög til sameiningar með lagaboði, þar sem íbúum er ekki treyst til að vita hvað þeim sjálfum er fyrir bestu, er heldur ekki til þess fallið að auka traust. Traust þarf nefnilega að vera gagnkvæmt.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Fyrstu grein Þrastar um málið má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein II. Ný skýrsla með hraði Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. Enda hefur megin niðurstaðan þegar verið notuð í þeirri umræðu og það án allra fyrirvara. Fyrirvarar eru hins vegar þó nokkrir í skýrslunni sjálfri. Hér fer á sama veg og áður, skýrslur eru unnar og niðurstaðan (jafnvel fyrirfram gefin) notuð síðan sem hrein og klár staðreynd, þó við lestur skýrslunnar komi síðan ýmislegt annað í ljós. Í skýrslunni kemur nefnilega skýrt fram, að um er að ræða „tækifæri til hagræðingar“ og „mögulegan ávinning“ en alls ekki sé á vísan að róa. Því hún bendir á að rannsóknir sýni að slík hagræðing hafi hreint ekki náðst eftir sameiningar sveitarfélaga á Íslandi til þessa. Í henni kemur fram að kostnaður sveitarfélaga með 1.000 til 5.000 íbúa vegna almennrar þjónustu, sé hlutfallslega óverulega lægri en þeirra sem eru með innan við 1.000 íbúa. Ekki er heldur sýnilegur munur á kostnaði við t.d. æskulýðs-, íþrótta- og menningarmál eftir stærð sveitarfélaganna. Samt sem áður ákveða skýrsluhöfundar að möguleikar séu þó nokkrir í þessum málaflokkum til hagræðingar, eða 1,7 til 2,7 milljarðar á ári. Nokkur hagræðing ætti að vera möguleg í stjórnsýslu, kannski er það hvað augljósast. Þó er það heldur ekki sjálfgefið, einkum þar sem fjarlægðir eru miklar og fleiri byggðakjarnar í sama sveitarfélagi. Ekki er t.d. vænst mikils sparnaðar við sameiningu Fljótsdalshérðaðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar, enda lagt upp með að góð grunnþjónusta verði áfram veitt í öllum byggðakjörnunum. Þá er stjórnsýsla minni sveitarfélaga fámenn og einföld en við sameiningar vilja bætast við störf millistjórnenda og sérfræðinga í stað þeirra yfirmannsstarfa sem niður falla. Eins eru kjör fulltrúa og nefndarfólks í minni sveitarfélögum almennt afar hógvær og þó verulega fækki í þeim hópi við sameiningu, hækka kjörin gjarna mikið við breytinguna.Heita kartaflan Langstærsti útgjaldaliður sveitarfélaga er fræðslumálin, þ.e. leikskólar og grunnskólar. Enda er það svo að þegar á reynir eftir sameiningar sveitarfélaga, líður almennt ekki langur tími þar til farið er að skoða sameiningar skóla. Skýrslan tekur þó varfærna nálgun á skólamálin sem er skynsamlegt, enda styttast vegalengdir ekki við sameiningu og miklar tilfinningar fylgja þegar hrófla á við skólum. Þá eru skólarnir sú grunnþjónusta sem búsetu fjölskyldufólks fylgir, þannig að með lokun skóla er lífsgrundvelli jafnvel kippt undan viðkomandi byggð. Þegar skýrslan er þannig lesin í heild með öllum fyrirvörum, verður að telja ansi hraustslegt að tala um mögulega hagræðingu sem orðinn hlut, eða sjálfgefinn. Trúlega væri jafn auðvelt að skrifa skýrslu um stjórnkerfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og sýna fram á jafnvel enn meiri hagræðingu í krónum talið, með eða þess vegna án sameininga. Það má t.d. spyrja hvort það sé eðlilegt að á skrifstofu borgarstjóra einni saman, vinni fleiri starfsmenn en hjá öllum Grýtubakkahreppi. Það er á skrifstofu, í grunnskóla, leikskóla, á hjúkrunarheimili, í heimaþjónustu, áhaldahúsi, hjá veitum, slökkviliði og íþróttamiðstöð. Það er þó ekki mitt að gagnrýna það og ég geri heldur engar tillögur um breytingar hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Stóru sveitarfélögin telja sig hins vegar hafa fullan rétt, ekki bara til að leggja til, heldur nánast að ákveða hvað sé hinum minni fyrir bestu.Grenivík í Grýtubakkahreppi.Grenivík.Jöfnunarsjóður, eðlileg framlög? Nýverið voru unnar tillögur um framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga sem sameinast. Þær voru kynntar rétt fyrir aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, nánast sem samþykktar reglur væru. Tímasetningin engin tilviljun, en í tillögunum er veifað stórum fjárhæðum einkum framan í stærri sveitarfélög sem myndu sameinast litlum nágrönnum sínum. Eðllega líst mörgum vel á að fá myndarleg framlög, en ekkert hefur komið fram um fjármögnun, hvort yrði dregið af öðrum framlögum Jöfnunarsjóðs að hluta, eða hvort um ný framlög frá ríki yrði að ræða. Það er hins vegar í hróplegu ósamræmi við allt tal um hagræðingu og tal um að farið skuli vel með fjármuni hins opinbera, að ausa þannig fé á báðar hendur óháð kostnaði við sameiningar. Að lofa Skagfirðingum tæpum 800 milljónum fyrir að sameinast, þegar það blasir við að sáralítill kostnaður fylgir. Eða Norðurþingi vel yfir 600 milljónum fyrir að sameinast Tjörneshreppi. Í þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram um málefni sveitarfélaga verður þessi þversögn enn augljósari. Þar er megintilgangurinn að tryggja íbúum landsins jafna og góða þjónustu, einkanlega íbúum minni sveitarfélaga. Hins vegar er stefnt að því um leið að sveitarfélagastigið í heild verði hagkvæmara. Það er öllum ljóst sem til þekkja að kostnaður við þjónustu sveitarfélaga mun lítið minnka nema með því að skerða hana. Hér þarf því að ákveða hvora leiðina menn ætla í raun að fara, að tryggja þjónustu út um allt land, eða sameina sveitarfélög í hagræðingarskyni. Ráðherra hefur boðað að það sé sveitarstjórna í stórum sameinuðum sveitarfélögum að tryggja að hagsmunum jaðarbyggða verði vel sinnt eftir sameiningar. Þá fer illa saman að fullyrða um leið að hagræðing af þessum sameiningum muni nema allt að 5 milljörðum á ári. Raunar fylgir með að þá hagræðingu megi t.d. nota til að efla þjónustu við íbúa. En þá erum við raunar komin í hring með málið!Traust og vantraust Í inngangi skýrslunnar sem nefnd var í upphafi greinarinnar segir svo: „Hins vegar treystir ríkisvaldið ekki minnstu sveitarfélögunum til að standa faglega að rekstri ýmissa málaflokka og þess vegna hefur verið hvatt til sameininga.“ Þetta eru útaf fyrir sig fréttir fyrir okkur sem rekum minni sveitarfélög. En auðvitað verður að ætla að með fjölgun hæfra sérfræðinga, eins og fyrr var komið inn á, aukist fagmennska hjá sveitarfélögum. Ekki má samt gleyma þeirri hættu sem virðist fylgja stærðinni, þegar menn tapa yfirsýn og skrifræðið nær völdum. Það eru örugglega til dæmi um ófaglega vinnu, jafnvel skandala, en ekki síður er það hjá stærri sveitarfélögum en þeim minni. Það er nefnilega mikils virði að hafa yfirsýn og rekstrareiningar séu ekki of stórar og flóknar. Minni sveitarfélög hafa sýnt ráðdeild í rekstri og búa velflest við sterkan fjárhag. Raunar standa þau á flesta fjárhagsmælikvarða almennt betur en hin stærri. Getur verið að stærri sveitarfélög ásælist tekjur og eignir minni sveitarfélaga? Eða býr undir einungis hrein umhyggja fyrir íbúum minni sveitarfélaga, sá góði vilji að þeir megi njóta betri þjónustu til framtíðar? Hver getur svarað því? Af hverju er svo hart keyrt á sameiningar um þessar mundir að vilji íbúa á jafnvel ekki að skipta neinu? Traust er mikilvægt, ekki síst þurfa íbúar jaðarsvæða að treysta því að þeirra hagur verði ekki fyrir borð borinn í hagræðingarskyni. Þeir þurfa að treysta stórum nágrannasveitarfélögum, þeir þurfa að treysta stjórnvöldum. Það að kynna hagræðingu sem eingöngu næst fram með skerðingu þjónustu (þó talað sé um að hagræðinguna megi svo nota til að bæta aftur hina skertu þjónustu) vekur ekki traust íbúa. Það að skylda sveitarfélög til sameiningar með lagaboði, þar sem íbúum er ekki treyst til að vita hvað þeim sjálfum er fyrir bestu, er heldur ekki til þess fallið að auka traust. Traust þarf nefnilega að vera gagnkvæmt.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Fyrstu grein Þrastar um málið má finna hér.
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun