Kínversk yfirvöld sögð ætla að skipta umdeildum leiðtoga Hong Kong út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 23:30 Carrie Lam er ekki sú vinsælasta í Hong Kong. AP/Kin Cheung Kínversk yfirvöld eru sögð undirbúa það að skipta Carrie Lam, umdeildum leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, út fyrir nýjan. Lam hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna róstursamra mótmæla íbúa Hong Kong.Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem hafa fengið upplýsingar um umræðu innan kínverska stjórnkerfisins um það að rétt sé að skipta Lam út fyrir annan leiðtoga sem myndi gegna starfinu tímabundið Hundruð þúsunda mótmælenda hafa mótmælt því sem þeir telja vera tilraunir kínverskra stjórnvalda til að herða tak sitt á Hong Kong með því að skerða réttindi íbúa sjálfstjórnarhéraðsins, sem njóta meira frelsis en aðrir íbúar Kína. Upphafið að mótmælunum var umdeilt lagafrumvarp sem heimila átti kínverskum yfirvöldum að rétta yfir íbúum Hong Kong í dómstólum staðsettum á meginlandi Kína, sem eru kirfilega undir stjórn kínverska Kommúnistaflokksins. Frumvarpið hefur verið dregið til baka, en mótmælin hafa haldið áframReiði íbúa hefur oftar en ekki beinst gegn Lam en í september vísaði hún fregnum þess efnis að hún hafi óskað eftir því að stíga til hliðar til þess að lægja mótmælaöldurnar á bug.Í frétt Financial Times kemur fram að kínversk yfirvöld vilji þó að ástandið róist í héraðinu áður en að skipt verður um leiðtoga, svo ekki líti út fyrir að Kínastjórn sé að láta undan kröfum mótmælenda. Lam hefur setið í embætti frá árinu 2017 og á kjörtímabili hennar að ljúka árið 2022. Í frétt Financial Times kemur fram að horft sé til þess að eftirmaður hennar sitji út kjörtímabilið, láti Kínastjórn af því verða að skipta henni út. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39 Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Kínversk yfirvöld eru sögð undirbúa það að skipta Carrie Lam, umdeildum leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, út fyrir nýjan. Lam hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna róstursamra mótmæla íbúa Hong Kong.Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem hafa fengið upplýsingar um umræðu innan kínverska stjórnkerfisins um það að rétt sé að skipta Lam út fyrir annan leiðtoga sem myndi gegna starfinu tímabundið Hundruð þúsunda mótmælenda hafa mótmælt því sem þeir telja vera tilraunir kínverskra stjórnvalda til að herða tak sitt á Hong Kong með því að skerða réttindi íbúa sjálfstjórnarhéraðsins, sem njóta meira frelsis en aðrir íbúar Kína. Upphafið að mótmælunum var umdeilt lagafrumvarp sem heimila átti kínverskum yfirvöldum að rétta yfir íbúum Hong Kong í dómstólum staðsettum á meginlandi Kína, sem eru kirfilega undir stjórn kínverska Kommúnistaflokksins. Frumvarpið hefur verið dregið til baka, en mótmælin hafa haldið áframReiði íbúa hefur oftar en ekki beinst gegn Lam en í september vísaði hún fregnum þess efnis að hún hafi óskað eftir því að stíga til hliðar til þess að lægja mótmælaöldurnar á bug.Í frétt Financial Times kemur fram að kínversk yfirvöld vilji þó að ástandið róist í héraðinu áður en að skipt verður um leiðtoga, svo ekki líti út fyrir að Kínastjórn sé að láta undan kröfum mótmælenda. Lam hefur setið í embætti frá árinu 2017 og á kjörtímabili hennar að ljúka árið 2022. Í frétt Financial Times kemur fram að horft sé til þess að eftirmaður hennar sitji út kjörtímabilið, láti Kínastjórn af því verða að skipta henni út.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39 Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39
Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00
Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51
Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15