Þorsteinn og Þorsteinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. október 2019 07:14 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar