Þorsteinn og Þorsteinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. október 2019 07:14 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun