Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 24. október 2019 07:00 Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun