Bílaleigubræður á Suðurnesjum fá það óþvegið á Trustpilot Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2019 15:45 Einar og Bjarki Hallssynir reka bílaleiguna FairCar og eiga nú í vök að verjast á internetinu. „Þetta er ekki þannig að við stundum það að fara út á plan og sparka í bílana til að fá sjálfsábyrgðina greidda. Við tökum myndir fyrir og eftir,“ segir Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri FairCar-bílaleigunnar í Reykjanesbæ. „Það eru til sannanir fyrir öllu þessu.“Holskefla óhróðurs á netinu Bílaleigan, sem nú hefur starfað í sjö ár, hefur að undanförnu fengið yfir sig herfilegar umsagnir á netinu, á vef sem heitir Trustpilot. Þar hefur magnast upp nokkur ófriðarbál og er ákaft varað við bílaleigunni, bílarnir sagðir gamlir og lélegir, allt öðru vísi en um var talað og auk þess eru þeir á FairCar sakaðir um að stunda glæpsamlega starfsemi; það að senda út bakreikninga, óskýrðan aukakostnað og að rukka fyrir tilhæfulaust tjón.Ekkert vantar uppá að bræðurnir fái það óþvegið á Trustpilot. Fair Car? More like ScamCar. Og þannig gengur dælan, óhróðurinn hrannast upp.Bjarki vísar þessu alfarið á bug og segir tvær hliðar á þessari sögu. „Það sem bílaleigur gera er að þær taka aðeins heimild til að staðfesta að eiginábyrgð viðskiptavina sé til ráðstöfunar á kortinu. Þannig að upphæðin er ekki tekin út af kortinu. Það eru strangar reglur sem við þurfum að fylgja frá kortafyrirtækjunum, þetta er ekki eins og bílaleigan geti tekið af kortum viðskiptavinarins eins og þeim þóknast. Það eru gróusögur, þetta virkar ekki þannig,“ segir Bjarki og bætir því að ef hann gæti valið væru engin tjón, þau væru sannarlega ekki fyrir reksturinn heldur verulegt tap.Algengt að því sé hótað að fjallað verði illa um fyrirtæki Þau hjá FairCar, sem er fjölskyldufyrirtæki en forstjóri leigunnar er bróðir Bjarka, Einar Hallsson, hafa oft orðið fyrir hótunum. Að ef sá kostnaður sé innheimtur muni viðkomandi siga fjölmiðlum á þau og/eða skrifa um þá „bad review“. Þetta eru algengar hótanir. Og ekkert vantar uppá að bílaleigunni sé nú úthúðað á netinu, á þessum tiltekna vef.Bjarki segir þetta erfiða stöðu og hann segir brögð að því að þeir sem aldrei hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið skrifi umsagnir. „Réttur kúnnans er svo mikill innan gæsalappa. Áður náðum við að halda þessu góðu með að senda út á alla sem áttu viðskipti við okkur ósk um umsögn. Nú hafa þessar slæmu umsagnir safnast saman.“ Og vissulega er það svo að til eru umsagnir um reynslu viðskiptavina þar sem fyrirtækinu er hrósað og það sagt afbragð. En, nú staflast hinar neikvæðu umsagnir upp.Misvandaðir viðskiptavinir Bjarki segir það vissulega erfitt að fá svona nokkuð í andlitið en segir að fólk átti sig oftast á því, þegar þetta er útskýrt, að ekki sé gott við að eiga.Umsagnir eru 180. Samkvæmt vefnum var fyrirtækið með miklum ágætum áður en nú hrannast hinar neikvæðu umsagnir upp.„Ef ég væri í þeirri stöðu að skrifa umsagnir um kúnna þá gæti það orðið æsilegur lestur,“ segir Bjarki. Hann segir hegðun margra viðskiptavina vera fyrir neðan allar hellur og að þeir sumir hverjir virði ekki lágmarks mannasiði. „Þetta er ekki skemmtilegur bransi að vera í þegar svo er.“ Bjarki lýsir því að þetta sé ný staða fyrir fyrirtæki í ferðamennsku og veitingarekstri með þessum vefjum sem gera út á umsagnir, svo sem TripAdvisor og fleiri vefir. Þar standi rekstraraðilar oft frammi fyrir hótunum um að ef ekki sé látið að vilja viðskiptavinarins þá verði skrifað „bad review“ eða neikvæð umsögn. Bílar Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
„Þetta er ekki þannig að við stundum það að fara út á plan og sparka í bílana til að fá sjálfsábyrgðina greidda. Við tökum myndir fyrir og eftir,“ segir Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri FairCar-bílaleigunnar í Reykjanesbæ. „Það eru til sannanir fyrir öllu þessu.“Holskefla óhróðurs á netinu Bílaleigan, sem nú hefur starfað í sjö ár, hefur að undanförnu fengið yfir sig herfilegar umsagnir á netinu, á vef sem heitir Trustpilot. Þar hefur magnast upp nokkur ófriðarbál og er ákaft varað við bílaleigunni, bílarnir sagðir gamlir og lélegir, allt öðru vísi en um var talað og auk þess eru þeir á FairCar sakaðir um að stunda glæpsamlega starfsemi; það að senda út bakreikninga, óskýrðan aukakostnað og að rukka fyrir tilhæfulaust tjón.Ekkert vantar uppá að bræðurnir fái það óþvegið á Trustpilot. Fair Car? More like ScamCar. Og þannig gengur dælan, óhróðurinn hrannast upp.Bjarki vísar þessu alfarið á bug og segir tvær hliðar á þessari sögu. „Það sem bílaleigur gera er að þær taka aðeins heimild til að staðfesta að eiginábyrgð viðskiptavina sé til ráðstöfunar á kortinu. Þannig að upphæðin er ekki tekin út af kortinu. Það eru strangar reglur sem við þurfum að fylgja frá kortafyrirtækjunum, þetta er ekki eins og bílaleigan geti tekið af kortum viðskiptavinarins eins og þeim þóknast. Það eru gróusögur, þetta virkar ekki þannig,“ segir Bjarki og bætir því að ef hann gæti valið væru engin tjón, þau væru sannarlega ekki fyrir reksturinn heldur verulegt tap.Algengt að því sé hótað að fjallað verði illa um fyrirtæki Þau hjá FairCar, sem er fjölskyldufyrirtæki en forstjóri leigunnar er bróðir Bjarka, Einar Hallsson, hafa oft orðið fyrir hótunum. Að ef sá kostnaður sé innheimtur muni viðkomandi siga fjölmiðlum á þau og/eða skrifa um þá „bad review“. Þetta eru algengar hótanir. Og ekkert vantar uppá að bílaleigunni sé nú úthúðað á netinu, á þessum tiltekna vef.Bjarki segir þetta erfiða stöðu og hann segir brögð að því að þeir sem aldrei hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið skrifi umsagnir. „Réttur kúnnans er svo mikill innan gæsalappa. Áður náðum við að halda þessu góðu með að senda út á alla sem áttu viðskipti við okkur ósk um umsögn. Nú hafa þessar slæmu umsagnir safnast saman.“ Og vissulega er það svo að til eru umsagnir um reynslu viðskiptavina þar sem fyrirtækinu er hrósað og það sagt afbragð. En, nú staflast hinar neikvæðu umsagnir upp.Misvandaðir viðskiptavinir Bjarki segir það vissulega erfitt að fá svona nokkuð í andlitið en segir að fólk átti sig oftast á því, þegar þetta er útskýrt, að ekki sé gott við að eiga.Umsagnir eru 180. Samkvæmt vefnum var fyrirtækið með miklum ágætum áður en nú hrannast hinar neikvæðu umsagnir upp.„Ef ég væri í þeirri stöðu að skrifa umsagnir um kúnna þá gæti það orðið æsilegur lestur,“ segir Bjarki. Hann segir hegðun margra viðskiptavina vera fyrir neðan allar hellur og að þeir sumir hverjir virði ekki lágmarks mannasiði. „Þetta er ekki skemmtilegur bransi að vera í þegar svo er.“ Bjarki lýsir því að þetta sé ný staða fyrir fyrirtæki í ferðamennsku og veitingarekstri með þessum vefjum sem gera út á umsagnir, svo sem TripAdvisor og fleiri vefir. Þar standi rekstraraðilar oft frammi fyrir hótunum um að ef ekki sé látið að vilja viðskiptavinarins þá verði skrifað „bad review“ eða neikvæð umsögn.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira