Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 07:56 Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Xavier Dupont de Ligonnès árið 2011 Vísir/AFP Hinn 58 ára gamli Xavier Dupont de Ligonnès var handtekinn á Glasgow-flugvelli í dag eftir að hann lenti með flugi frá París. Ligonnes hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra. Sama ár var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum. Í frétt BBC um málið segir að eftir fingrafaraskoðun hafi hann verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Flugvallarstarfsmenn í París höfðu orðið varir við hann þegar hann var á leið um borð í flug til Glasgow en hann ferðaðist undir fölsku nafni. Í aprílmánuði árið 2011 fundust eiginkona hans og fjögur börn skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Ekkert hafði spurst til fjölskylduföðursins síðan og var meðal annars gerð húsleit í frönsku klaustri eftir að sjónarvottar sögðust hafa séð til Ligonnès íklæddan munkakufli í klaustrinu.Sjá einnig: Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Ligonnès er sagður hafa myrt fjölskyldumeðlimi sína á skipulagðan hátt, sem líktist helst aftöku. Hann hafi skotið þau tveimur skotum í hausinn af stuttu færi áður en hann velti þeim upp úr óleskjuðu kalki. Því næst gróf hann þau í garði fjölskyldunnar. Hann hafði áður tilkynnt kennurum barna sinna að þau hygðust flytja til Ástralíu og sagt vinum sínum að hann væri leyniþjónustumaður fyrir Bandaríkin og væri á leið í vitnavernd. Mikil leit var gerð að manninum eftir að lík fjölskyldumeðlimanna fundust og vöktu morðin mikinn óhug í Frakklandi.Uppfært:Maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow í gær reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bretland Frakkland Skotland Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Hinn 58 ára gamli Xavier Dupont de Ligonnès var handtekinn á Glasgow-flugvelli í dag eftir að hann lenti með flugi frá París. Ligonnes hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra. Sama ár var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum. Í frétt BBC um málið segir að eftir fingrafaraskoðun hafi hann verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Flugvallarstarfsmenn í París höfðu orðið varir við hann þegar hann var á leið um borð í flug til Glasgow en hann ferðaðist undir fölsku nafni. Í aprílmánuði árið 2011 fundust eiginkona hans og fjögur börn skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Ekkert hafði spurst til fjölskylduföðursins síðan og var meðal annars gerð húsleit í frönsku klaustri eftir að sjónarvottar sögðust hafa séð til Ligonnès íklæddan munkakufli í klaustrinu.Sjá einnig: Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Ligonnès er sagður hafa myrt fjölskyldumeðlimi sína á skipulagðan hátt, sem líktist helst aftöku. Hann hafi skotið þau tveimur skotum í hausinn af stuttu færi áður en hann velti þeim upp úr óleskjuðu kalki. Því næst gróf hann þau í garði fjölskyldunnar. Hann hafði áður tilkynnt kennurum barna sinna að þau hygðust flytja til Ástralíu og sagt vinum sínum að hann væri leyniþjónustumaður fyrir Bandaríkin og væri á leið í vitnavernd. Mikil leit var gerð að manninum eftir að lík fjölskyldumeðlimanna fundust og vöktu morðin mikinn óhug í Frakklandi.Uppfært:Maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow í gær reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður.
Bretland Frakkland Skotland Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira