Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 16:23 Sturgeon ræddi við Andrew Marr hjá BBC One. Getty/Jeff J Mitchell Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon. Bretland Brexit Skotland Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon.
Bretland Brexit Skotland Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira