NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:00 Frá kynningu búninganna í gærkvöldi. NASA/Joel Kowsky Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga. Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga.
Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira