Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 14:40 Charlotte Charles og Tim Dunn, foreldrar Harry Dunn. AP/Manuel Balce Ceneta Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn. Bandaríkin Bretland Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira