Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Andri Eysteinsson skrifar 16. október 2019 20:59 Samningaviðræðurnar fara fram hér, í Berlaymont byggingunni í Brussel. Getty/Sean Gallup Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. Frá þessu greina heimildarmenn breska ríkisútvarpsins BBC, innan bresku ríkisstjórnarinnar. Óðfluga styttist nú í fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur ítrekað sagt að af henni verði þann 31. október næstkomandi. Burtséð frá því hvort samningar náist milli Breta og ESB.1210 dagar frá Brexit-atkvæðagreiðslunni Meira en þrjú ár eru nú liðin frá atkvæðagreiðslunni um veru Bretlands innan Evrópusambandsins en hún fór fram í valdatíð David Cameron 23. júní 2016. 51,86% greiddu atkvæði gegn áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins en 48.11% með. Talsverður munur var á afstöðu fólks til ESB eftir búsetu innan Bretlands. Íbúar Skotlands og Norður Írlands kusu frekar áframhaldandi aðild en íbúar Wales og Englands vildu burt. Síðan þá hefur gengið á ýmsu í breskum stjórnmálum, sér í lagi í tengslum við Brexit. Theresa May tók við lyklavöldunum að Downingstræti 10 um miðjan júlí 2016 og freistaði þess að tryggja útgöngu Bretlands úr ESB. May bar þó ekki árangur sem erfiði og eftir mikla gagnrýni, innan sem utan þings, tapaðar atkvæðagreiðslur, vonbrigði í þingkosningum, sem leiddu til samstarfs við DUP, og lítinn framgang í samningaviðræðum við Evrópusambandið og greindi May frá afsögn sinni í maí síðastliðnum. Eins og frægt er orðið tók Boris Johnson þá við keflinu og mun hann stýra Bretlandi í gegnum útgönguna um næstu mánaðamót. Sama hvort samið verður eður ei.Boris Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands funduðu á dögunum.GettyHelsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum við Evrópusambandið hefur verið írska baktryggingin svokallaða. Heimildarmenn BBC telja að stutt sé á milli í viðræðunum, sátt sé í nánd milli Bretlands, Evrópusambandsins og Írlands. Ekki er þó ljóst hvort að lausnin sé sú sem flokksmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sem styður minnihlutastjórn Íhaldsflokks Johnson, sætti sig við. Stuðningur þeirra mun reynast Íhaldsmönnum mikilvægur þegar kemur að atkvæðagreiðslu um samningin, hvernig sem hann verður, í þinginu. Þingið vill fá samning á sitt borð fyrir laugardag Samninganefndir hafa unnið hörðum höndum í Brussel undanfarið en Johnson forsætisráðherra líkti samningaviðræðunum við klifur á topp Everest fjalls í dag þegar hann sagði að þrátt fyrir að toppurinn nálgaðist, væri hann hulinn skýjum. 31. október er ekki eini fresturinn sem Johnson þarf að hafa áhyggjur af, vilji hann koma Bretlandi út úr ESB með hraði. Breska þingið samþykkti Benn-lögin svokölluðu 9. september síðastliðinn. Með Benn-lögunum er forsætisráðherranum skylt að sækja um enn einn Brexit-frestinn hafi samningar ekki náðst fyrir 19. október. Verði svo þarf Johnson að sækja um frest til 31. janúar 2020. BBC greinir frá því að talsmaður forsætisráðuneytisins hafi staðfest að forsætisráðherrann hafi óskað eftir því að þingið komi saman laugardaginn næsta til þess að hægt verði að ræða samning, verði hann að veruleika. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Tíminn senn á þrotum fyrir Johnson Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundar í Brussel á morgun. Þetta er síðasti fundur leiðtogaráðsins fyrir settan útgöngudag Bretlands úr sambandinu en vonast er til þess að í kvöld liggi fyrir hvort nýr útgöngusamningur náist. 16. október 2019 19:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. Frá þessu greina heimildarmenn breska ríkisútvarpsins BBC, innan bresku ríkisstjórnarinnar. Óðfluga styttist nú í fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur ítrekað sagt að af henni verði þann 31. október næstkomandi. Burtséð frá því hvort samningar náist milli Breta og ESB.1210 dagar frá Brexit-atkvæðagreiðslunni Meira en þrjú ár eru nú liðin frá atkvæðagreiðslunni um veru Bretlands innan Evrópusambandsins en hún fór fram í valdatíð David Cameron 23. júní 2016. 51,86% greiddu atkvæði gegn áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins en 48.11% með. Talsverður munur var á afstöðu fólks til ESB eftir búsetu innan Bretlands. Íbúar Skotlands og Norður Írlands kusu frekar áframhaldandi aðild en íbúar Wales og Englands vildu burt. Síðan þá hefur gengið á ýmsu í breskum stjórnmálum, sér í lagi í tengslum við Brexit. Theresa May tók við lyklavöldunum að Downingstræti 10 um miðjan júlí 2016 og freistaði þess að tryggja útgöngu Bretlands úr ESB. May bar þó ekki árangur sem erfiði og eftir mikla gagnrýni, innan sem utan þings, tapaðar atkvæðagreiðslur, vonbrigði í þingkosningum, sem leiddu til samstarfs við DUP, og lítinn framgang í samningaviðræðum við Evrópusambandið og greindi May frá afsögn sinni í maí síðastliðnum. Eins og frægt er orðið tók Boris Johnson þá við keflinu og mun hann stýra Bretlandi í gegnum útgönguna um næstu mánaðamót. Sama hvort samið verður eður ei.Boris Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands funduðu á dögunum.GettyHelsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum við Evrópusambandið hefur verið írska baktryggingin svokallaða. Heimildarmenn BBC telja að stutt sé á milli í viðræðunum, sátt sé í nánd milli Bretlands, Evrópusambandsins og Írlands. Ekki er þó ljóst hvort að lausnin sé sú sem flokksmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sem styður minnihlutastjórn Íhaldsflokks Johnson, sætti sig við. Stuðningur þeirra mun reynast Íhaldsmönnum mikilvægur þegar kemur að atkvæðagreiðslu um samningin, hvernig sem hann verður, í þinginu. Þingið vill fá samning á sitt borð fyrir laugardag Samninganefndir hafa unnið hörðum höndum í Brussel undanfarið en Johnson forsætisráðherra líkti samningaviðræðunum við klifur á topp Everest fjalls í dag þegar hann sagði að þrátt fyrir að toppurinn nálgaðist, væri hann hulinn skýjum. 31. október er ekki eini fresturinn sem Johnson þarf að hafa áhyggjur af, vilji hann koma Bretlandi út úr ESB með hraði. Breska þingið samþykkti Benn-lögin svokölluðu 9. september síðastliðinn. Með Benn-lögunum er forsætisráðherranum skylt að sækja um enn einn Brexit-frestinn hafi samningar ekki náðst fyrir 19. október. Verði svo þarf Johnson að sækja um frest til 31. janúar 2020. BBC greinir frá því að talsmaður forsætisráðuneytisins hafi staðfest að forsætisráðherrann hafi óskað eftir því að þingið komi saman laugardaginn næsta til þess að hægt verði að ræða samning, verði hann að veruleika.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Tíminn senn á þrotum fyrir Johnson Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundar í Brussel á morgun. Þetta er síðasti fundur leiðtogaráðsins fyrir settan útgöngudag Bretlands úr sambandinu en vonast er til þess að í kvöld liggi fyrir hvort nýr útgöngusamningur náist. 16. október 2019 19:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45
Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22
Tíminn senn á þrotum fyrir Johnson Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundar í Brussel á morgun. Þetta er síðasti fundur leiðtogaráðsins fyrir settan útgöngudag Bretlands úr sambandinu en vonast er til þess að í kvöld liggi fyrir hvort nýr útgöngusamningur náist. 16. október 2019 19:15