Sagan á bakvið myndina umdeildu Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 13:45 Nancy Pelosi stendur við borðið á fundi Demókrata Donald Trump. Vísir/Hvíta húsið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í gær. Það er fyrsti fundur þeirra síðan Demókratar hófu rannsókn á Trump fyrir möguleg embættisbrot og óhætt er að segja að fundurinn, sem stóð yfir í um tuttugu mínútur, hafi ekki gengið vel. Boðað var til fundarins vegna þeirrar ákvörðunar Trump að skipa hermönnum Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Fundurinn mun hafa byrjað á því að Trump gerði fundargestum ljóst að hann hefði lítinn áhuga á að sitja hann. „Þeir sögðu að þið hafið viljað þennan fund. Ég vil þennan fund ekki en ég er hérna,“ sagði hann. Demókratar sögðu þó að Hvíta húsið hefði boðað til fundarins til að kynna fyrir þingheiminum stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi Sýrland. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir Trump hafa kallað sig „þriðja-bekkjar“ stjórnmálamann á fundinum en Hvíta húsið ítrekaði eftir á að forsetinn hefði kallað Pelosi „þriðja flokks“ stjórnmálamann.Samkvæmt frétt New York Times, sem hefur rætt við nokkra sem sóttu fundinn, sagði Pelosi á einum tímapunkti við Trump að „allir vegir varðandi þig leiða til Pútín“ og átti hún þar við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Vert er að taka fram að starfsmenn Hvíta hússins mótmæltu ekki frásögn New York Times af fundinum þegar hún var lögð fyrir þá.Þau Nancy Pelosi, Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, og Steny Hoyer, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, gengu að endingu út af fundinum. Þau ræddu við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið og þar sögðu þau að ekkert hefði fengist út úr þessum fundi og að Trump hefði verið í bræðiskasti.Snemma á fundinum sagði Trump frá umdeildu bréfi sem hann sendi Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, nokkrum dögum eftir símtal þeirra þar sem Trump samþykkti að fjarlægja bandaríska hermenn frá norðausturhluta Sýrlands í aðdraganda innrásar Tyrkja. Erdogan er sagður hafa fleygt bréfinu beint í ruslið.Forsetinn sagði bréfið til marks um að hann hefði ekki veitt Tyrkjum leyfi til innrásarinnar, sem er á skjön við upprunalega yfirlýsingu Hvíta hússins eftir símtalið þann 6. október.Sjá einnig: Kúvending eftir símtal Trump og ErdoganPelosi sagði forsetanum frá því að fulltrúadeildin hefði fordæmt ákvörðun Trump varðandi Sýrland skömmu fyrir fund þeirra með miklum meirihluta. 354 greiddu atkvæði með tillögunni, þar af fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins, og 60 gegn henni.„Ég handsamaði ISIS“ Þá lýsti Chuck Schumer yfir áhyggjum sínum af mögulegri upprisu Íslamska ríkisins. Vísaði hann til ummæla Jim Mattis, fyrrverandi hershöfðingja og varnarmálaráðherra Trump, sem hefur lýst sömu áhyggjum. Við það að Mattis, sem sagði af sér í desember í fyrra þegar Trump ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi, var nefndur á nafn brást Trump reiður við og sagði Mattis vera „ofmetnasta hershöfðingja heimsins“.„Vitið þið af hverju? Hann var ekki nógu harður í horn að taka. Ég handsamaði ISIS. Mattis sagði að það myndi taka tvö ár. Ég handsamaði þá á einum mánuði,“ á forsetinn að hafa sagt. Það er auðvitað alfarið innihaldslaus yfirlýsing. Það voru að mestu sýrlenskir Kúrdar sem börðust gegn Íslamska ríkinu og þá með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Ekki pólitíkus, heldur þriðja flokks pólitíkus Trump mun einnig hafa sagt við Pelosi að hann vildi berjast gegn hryðjuverkum meira en hún. „Ég hata ISIS meira en þú,“ sagði hann. Pelosi sagði Trump að Rússar hefðu lengi reynt að ná góðri fótfestu í Mið-Austurlöndum og þá sagði hún það sem kemur fram hér að ofan varðandi Trump og Pútín. Eftir að Bandaríkin yfirgáfu sýrlenska Kúrda og Tyrkir hófu innrás þeirra, leituðu Kúrdar á náðir Bashar al-Assad og Rússa, sem styðja sýrlenska forsetann. Samkvæmt NYT sagði Trump að Pelosi væri „bara pólitíkus“ og hún svaraði um hæl: „Stundum óskaði ég þess að þú værir það einnig.“ Chuck Schumer sagði þá uppnefni óþörf. „Finnst þér þetta vera uppnefni Chuck?“ svaraði Trump og sneri sér aftur að Pelosi. „Þú ert ekki pólitíkus. Þú ert þriðja flokks pólitíkus.“ Við það stóð Pelosi upp og ætlaði að ganga af fundinum en settist aftur niður. Hoyer sagði þó að þetta væri komið gott, þessi fundur væri ekki til góðs og þau gengu út. „Bæ,“ kallaði Trump á eftir þeim. „Sjáumst í kjörklefunum.“Kepptustu um að segja sína hlið Eftir fundinn kepptust Demókratar og Repúblikanar við að segja frá þeirra upplifun að fundinum og gagnrýna hina fylkinguna. Stephanie Grisham, talskona Hvíta hússins, sagði Trump hafa verið yfirvegaðan og rólegan á fundinum. Hins vegar hafi ákvörðun Pelosi að yfirgefa fundinn verið undarleg, þó hún hefði ekki komið á óvart. Þá gagnrýndi hún leiðtogana þrjá fyrir að yfirgefa fundinn á meðan aðrir hafi setið fundinn áfram og unnið. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, sló á svipað strengi að fundinum loknum. Hann gagnrýndi „hegðun“ Pelosi og sakaði hana um að hafa reynt að skemma fundinn.Þá virðist Trump ekki hafa tekið vel í ummæli Pelosi um að hann hafi verið í bræðiskasti. Forsetinn deildi mynd af fundinum á Twitter þar sem sjá má Pelosi standa við fundarborðið og beina fingri sínum að Trump.Við myndina, sem fylgir fréttinni, skrifaði Trump: „Bræðiskast taugastrektu Nancy!“ Pelosi virðist þó ekki ósátt við myndina og hefur sett hana í haus bæði Twitter og Facebook síðna sinna. Skömmu áður hafði Trump deilt annarri mynd af þeim Schumer, Pelosi og Hoyer, þar sem þau virðast ekki glöð. Með þeirri mynd varpaði Trump fram spurningunni: „Haldið þið að þeim líki vel við mig?“Do you think they like me? pic.twitter.com/TDmUnJ8HtF — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í gær. Það er fyrsti fundur þeirra síðan Demókratar hófu rannsókn á Trump fyrir möguleg embættisbrot og óhætt er að segja að fundurinn, sem stóð yfir í um tuttugu mínútur, hafi ekki gengið vel. Boðað var til fundarins vegna þeirrar ákvörðunar Trump að skipa hermönnum Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Fundurinn mun hafa byrjað á því að Trump gerði fundargestum ljóst að hann hefði lítinn áhuga á að sitja hann. „Þeir sögðu að þið hafið viljað þennan fund. Ég vil þennan fund ekki en ég er hérna,“ sagði hann. Demókratar sögðu þó að Hvíta húsið hefði boðað til fundarins til að kynna fyrir þingheiminum stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi Sýrland. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir Trump hafa kallað sig „þriðja-bekkjar“ stjórnmálamann á fundinum en Hvíta húsið ítrekaði eftir á að forsetinn hefði kallað Pelosi „þriðja flokks“ stjórnmálamann.Samkvæmt frétt New York Times, sem hefur rætt við nokkra sem sóttu fundinn, sagði Pelosi á einum tímapunkti við Trump að „allir vegir varðandi þig leiða til Pútín“ og átti hún þar við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Vert er að taka fram að starfsmenn Hvíta hússins mótmæltu ekki frásögn New York Times af fundinum þegar hún var lögð fyrir þá.Þau Nancy Pelosi, Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, og Steny Hoyer, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, gengu að endingu út af fundinum. Þau ræddu við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið og þar sögðu þau að ekkert hefði fengist út úr þessum fundi og að Trump hefði verið í bræðiskasti.Snemma á fundinum sagði Trump frá umdeildu bréfi sem hann sendi Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, nokkrum dögum eftir símtal þeirra þar sem Trump samþykkti að fjarlægja bandaríska hermenn frá norðausturhluta Sýrlands í aðdraganda innrásar Tyrkja. Erdogan er sagður hafa fleygt bréfinu beint í ruslið.Forsetinn sagði bréfið til marks um að hann hefði ekki veitt Tyrkjum leyfi til innrásarinnar, sem er á skjön við upprunalega yfirlýsingu Hvíta hússins eftir símtalið þann 6. október.Sjá einnig: Kúvending eftir símtal Trump og ErdoganPelosi sagði forsetanum frá því að fulltrúadeildin hefði fordæmt ákvörðun Trump varðandi Sýrland skömmu fyrir fund þeirra með miklum meirihluta. 354 greiddu atkvæði með tillögunni, þar af fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins, og 60 gegn henni.„Ég handsamaði ISIS“ Þá lýsti Chuck Schumer yfir áhyggjum sínum af mögulegri upprisu Íslamska ríkisins. Vísaði hann til ummæla Jim Mattis, fyrrverandi hershöfðingja og varnarmálaráðherra Trump, sem hefur lýst sömu áhyggjum. Við það að Mattis, sem sagði af sér í desember í fyrra þegar Trump ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi, var nefndur á nafn brást Trump reiður við og sagði Mattis vera „ofmetnasta hershöfðingja heimsins“.„Vitið þið af hverju? Hann var ekki nógu harður í horn að taka. Ég handsamaði ISIS. Mattis sagði að það myndi taka tvö ár. Ég handsamaði þá á einum mánuði,“ á forsetinn að hafa sagt. Það er auðvitað alfarið innihaldslaus yfirlýsing. Það voru að mestu sýrlenskir Kúrdar sem börðust gegn Íslamska ríkinu og þá með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Ekki pólitíkus, heldur þriðja flokks pólitíkus Trump mun einnig hafa sagt við Pelosi að hann vildi berjast gegn hryðjuverkum meira en hún. „Ég hata ISIS meira en þú,“ sagði hann. Pelosi sagði Trump að Rússar hefðu lengi reynt að ná góðri fótfestu í Mið-Austurlöndum og þá sagði hún það sem kemur fram hér að ofan varðandi Trump og Pútín. Eftir að Bandaríkin yfirgáfu sýrlenska Kúrda og Tyrkir hófu innrás þeirra, leituðu Kúrdar á náðir Bashar al-Assad og Rússa, sem styðja sýrlenska forsetann. Samkvæmt NYT sagði Trump að Pelosi væri „bara pólitíkus“ og hún svaraði um hæl: „Stundum óskaði ég þess að þú værir það einnig.“ Chuck Schumer sagði þá uppnefni óþörf. „Finnst þér þetta vera uppnefni Chuck?“ svaraði Trump og sneri sér aftur að Pelosi. „Þú ert ekki pólitíkus. Þú ert þriðja flokks pólitíkus.“ Við það stóð Pelosi upp og ætlaði að ganga af fundinum en settist aftur niður. Hoyer sagði þó að þetta væri komið gott, þessi fundur væri ekki til góðs og þau gengu út. „Bæ,“ kallaði Trump á eftir þeim. „Sjáumst í kjörklefunum.“Kepptustu um að segja sína hlið Eftir fundinn kepptust Demókratar og Repúblikanar við að segja frá þeirra upplifun að fundinum og gagnrýna hina fylkinguna. Stephanie Grisham, talskona Hvíta hússins, sagði Trump hafa verið yfirvegaðan og rólegan á fundinum. Hins vegar hafi ákvörðun Pelosi að yfirgefa fundinn verið undarleg, þó hún hefði ekki komið á óvart. Þá gagnrýndi hún leiðtogana þrjá fyrir að yfirgefa fundinn á meðan aðrir hafi setið fundinn áfram og unnið. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, sló á svipað strengi að fundinum loknum. Hann gagnrýndi „hegðun“ Pelosi og sakaði hana um að hafa reynt að skemma fundinn.Þá virðist Trump ekki hafa tekið vel í ummæli Pelosi um að hann hafi verið í bræðiskasti. Forsetinn deildi mynd af fundinum á Twitter þar sem sjá má Pelosi standa við fundarborðið og beina fingri sínum að Trump.Við myndina, sem fylgir fréttinni, skrifaði Trump: „Bræðiskast taugastrektu Nancy!“ Pelosi virðist þó ekki ósátt við myndina og hefur sett hana í haus bæði Twitter og Facebook síðna sinna. Skömmu áður hafði Trump deilt annarri mynd af þeim Schumer, Pelosi og Hoyer, þar sem þau virðast ekki glöð. Með þeirri mynd varpaði Trump fram spurningunni: „Haldið þið að þeim líki vel við mig?“Do you think they like me? pic.twitter.com/TDmUnJ8HtF — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira