Harmar enn eina 10 milljóna úttektina á Sorpu Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2019 12:00 Gas- og jarðgerðarstöðin í byggingu. Sorpa Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur. Stjórnin tók fyrir framvinduskýrslu framkvæmdastjórans vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á síðastliðnum fundi. Búið er að steypa 87 prósent af áætluðu steypumagni og telst um 80 prósentum af verkinu lokið. Er áfallinn kostnaður um 2,9 milljarðar króna. Vegna tafa við fjármögnun tækjabúnaðar í móttökustöð er útlit fyrir að ekki verði hægt að taka stöðina í notkun fyrr en í apríl/maí á næsta ári. Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu, segir opnun stöðvarinnar tefjast því gróflega áætlað um 6 - 8 vikur. „Og það skýrist af því að við höfum verið að leita eftir fjármögnun vegna tækjabúnaðarins. Við höfum meðal annars verið að bíða eftir svörum frá sveitarfélögunum hvað það varðar. En nú liggur það fyrir og ég á von á því að verkið haldi áfram. Það er 80 prósent búið af því og hefur verklega gengið vel. Þannig að ég á von á því að hlutirnir fari að ganga hratt og vel fyrir sig í ljósi þess að fjármögnunin er tryggð.“ Á fundinum samþykkti stjórnin að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi félagsins. „Í ljósi þess hvernig verkið hefur þróast, í ljósi vanáætlana og fleiri þátta, og reyndar í ljósi þess að stjórnin hefur verið að skoða innri málefni félagsins, þá var ákveðið að fá þessa aðila til að gera úttekt á starfsemi félagsins.“ Var fundargerð stjórnar Sorpu tekin fyrir í borgarráði í gær en þar bentu Sjálfstæðismenn á að þeir hefðu greitt atkvæði gegn þessari ábyrgð á láni og að vinnubrögðin væru ekki dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu. Vigdís Hauksdóttir, aheyrnarfulltrúi Miðflokksins í borgarráði, kallaði eftir viðamikilli utanaðkomandi rannsókn. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, harmaði á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær að nú þurfi að gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn vegna óábyrgrar fjármálastjórnar. Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Tengdar fréttir Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur. Stjórnin tók fyrir framvinduskýrslu framkvæmdastjórans vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á síðastliðnum fundi. Búið er að steypa 87 prósent af áætluðu steypumagni og telst um 80 prósentum af verkinu lokið. Er áfallinn kostnaður um 2,9 milljarðar króna. Vegna tafa við fjármögnun tækjabúnaðar í móttökustöð er útlit fyrir að ekki verði hægt að taka stöðina í notkun fyrr en í apríl/maí á næsta ári. Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu, segir opnun stöðvarinnar tefjast því gróflega áætlað um 6 - 8 vikur. „Og það skýrist af því að við höfum verið að leita eftir fjármögnun vegna tækjabúnaðarins. Við höfum meðal annars verið að bíða eftir svörum frá sveitarfélögunum hvað það varðar. En nú liggur það fyrir og ég á von á því að verkið haldi áfram. Það er 80 prósent búið af því og hefur verklega gengið vel. Þannig að ég á von á því að hlutirnir fari að ganga hratt og vel fyrir sig í ljósi þess að fjármögnunin er tryggð.“ Á fundinum samþykkti stjórnin að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi félagsins. „Í ljósi þess hvernig verkið hefur þróast, í ljósi vanáætlana og fleiri þátta, og reyndar í ljósi þess að stjórnin hefur verið að skoða innri málefni félagsins, þá var ákveðið að fá þessa aðila til að gera úttekt á starfsemi félagsins.“ Var fundargerð stjórnar Sorpu tekin fyrir í borgarráði í gær en þar bentu Sjálfstæðismenn á að þeir hefðu greitt atkvæði gegn þessari ábyrgð á láni og að vinnubrögðin væru ekki dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu. Vigdís Hauksdóttir, aheyrnarfulltrúi Miðflokksins í borgarráði, kallaði eftir viðamikilli utanaðkomandi rannsókn. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, harmaði á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær að nú þurfi að gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn vegna óábyrgrar fjármálastjórnar.
Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Tengdar fréttir Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20
Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34