Harmar enn eina 10 milljóna úttektina á Sorpu Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2019 12:00 Gas- og jarðgerðarstöðin í byggingu. Sorpa Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur. Stjórnin tók fyrir framvinduskýrslu framkvæmdastjórans vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á síðastliðnum fundi. Búið er að steypa 87 prósent af áætluðu steypumagni og telst um 80 prósentum af verkinu lokið. Er áfallinn kostnaður um 2,9 milljarðar króna. Vegna tafa við fjármögnun tækjabúnaðar í móttökustöð er útlit fyrir að ekki verði hægt að taka stöðina í notkun fyrr en í apríl/maí á næsta ári. Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu, segir opnun stöðvarinnar tefjast því gróflega áætlað um 6 - 8 vikur. „Og það skýrist af því að við höfum verið að leita eftir fjármögnun vegna tækjabúnaðarins. Við höfum meðal annars verið að bíða eftir svörum frá sveitarfélögunum hvað það varðar. En nú liggur það fyrir og ég á von á því að verkið haldi áfram. Það er 80 prósent búið af því og hefur verklega gengið vel. Þannig að ég á von á því að hlutirnir fari að ganga hratt og vel fyrir sig í ljósi þess að fjármögnunin er tryggð.“ Á fundinum samþykkti stjórnin að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi félagsins. „Í ljósi þess hvernig verkið hefur þróast, í ljósi vanáætlana og fleiri þátta, og reyndar í ljósi þess að stjórnin hefur verið að skoða innri málefni félagsins, þá var ákveðið að fá þessa aðila til að gera úttekt á starfsemi félagsins.“ Var fundargerð stjórnar Sorpu tekin fyrir í borgarráði í gær en þar bentu Sjálfstæðismenn á að þeir hefðu greitt atkvæði gegn þessari ábyrgð á láni og að vinnubrögðin væru ekki dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu. Vigdís Hauksdóttir, aheyrnarfulltrúi Miðflokksins í borgarráði, kallaði eftir viðamikilli utanaðkomandi rannsókn. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, harmaði á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær að nú þurfi að gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn vegna óábyrgrar fjármálastjórnar. Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Tengdar fréttir Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur. Stjórnin tók fyrir framvinduskýrslu framkvæmdastjórans vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á síðastliðnum fundi. Búið er að steypa 87 prósent af áætluðu steypumagni og telst um 80 prósentum af verkinu lokið. Er áfallinn kostnaður um 2,9 milljarðar króna. Vegna tafa við fjármögnun tækjabúnaðar í móttökustöð er útlit fyrir að ekki verði hægt að taka stöðina í notkun fyrr en í apríl/maí á næsta ári. Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu, segir opnun stöðvarinnar tefjast því gróflega áætlað um 6 - 8 vikur. „Og það skýrist af því að við höfum verið að leita eftir fjármögnun vegna tækjabúnaðarins. Við höfum meðal annars verið að bíða eftir svörum frá sveitarfélögunum hvað það varðar. En nú liggur það fyrir og ég á von á því að verkið haldi áfram. Það er 80 prósent búið af því og hefur verklega gengið vel. Þannig að ég á von á því að hlutirnir fari að ganga hratt og vel fyrir sig í ljósi þess að fjármögnunin er tryggð.“ Á fundinum samþykkti stjórnin að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi félagsins. „Í ljósi þess hvernig verkið hefur þróast, í ljósi vanáætlana og fleiri þátta, og reyndar í ljósi þess að stjórnin hefur verið að skoða innri málefni félagsins, þá var ákveðið að fá þessa aðila til að gera úttekt á starfsemi félagsins.“ Var fundargerð stjórnar Sorpu tekin fyrir í borgarráði í gær en þar bentu Sjálfstæðismenn á að þeir hefðu greitt atkvæði gegn þessari ábyrgð á láni og að vinnubrögðin væru ekki dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu. Vigdís Hauksdóttir, aheyrnarfulltrúi Miðflokksins í borgarráði, kallaði eftir viðamikilli utanaðkomandi rannsókn. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, harmaði á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær að nú þurfi að gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn vegna óábyrgrar fjármálastjórnar.
Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Tengdar fréttir Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20
Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34