Silfurliðið frá því á síðustu leiktíð hefur farið mjög vel af stað í upphafi tímabilsins og hefur unnið fyrstu átta leikina á meðan Englandsmeistararnir í Man. City hafa hikstað.
Liverpool er komið með átta stiga forystu eftir átta umferðir en Hollendingurinn segir að leikmenn Liverpool séu enn mjög einbeittir á verkefnið.
„Við höldum ekki að við séum orðnir meistarar. Það væri mjög rangt. Ég er viss um að stjórinn mun halda okkur á jörðinni og segja okkur að hugsa um sjálfa okkur. Við munum reyna spila vel og gefa allt í hverri einustu viku,“ sagði sá hollenski.
Daily Mail: Liverpool star Georginio Wijnaldum plays down title talk despite eight-point lead over Man City https://t.co/FwTNJE8ENC#lfc#ynwapic.twitter.com/6zfGdsUCzM
— Liverpool News 365 (@iLiverpoolApp) October 8, 2019
„Við verðum bara gera það sem við gerðum áður og prufa að horfa ekki á önnur lið því við getum ekki haft áhrif á önnur lið. Við getum ekki stýrt því hvernig þau spila.“
„Við verðum að vera klárir í hvern einasta leik og reyna fá góð úrslit úr þeim leikjum því við vitum að þetta getur breyst fljótt. Í lok tímabilsins munum við svo sjá hvernig við stöndum,“ sagði Wijnaldum.
Hann verður í eldínunni með Hollandi á fimmtudagskvöldið er liðið mætir Norður-Írlandi í undankeppni EM 2020 en leikurinn er toppslagur í riðlinum.