Enski boltinn

Hetjan Maddi­son: Er hérna til að skapa færi og skora mörk

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Maddison fagnar.
Maddison fagnar. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY

„Það er alltaf erfitt að vera frá vegna meiðsla. Hvort sem það er einn leikur eða tíu, maður getur ekki beðið eftir að snúa aftur. Ég kom inn í leikinn með það hugarfar að ég ætlaði að gera gæfumuninn,“ sagði James Maddison, markaskorari Tottenham Hotspur í 1-0 sigrinum á Manchester United.

„Ég er mjög stoltur af strákunum. Augljóslega hefur þetta verið mikið upp og niður á þessari leiktíð. Við erum ekki þar sem við viljum vera í töflunni svo ég er mjög ánægður fyrir hönd strákanna og stuðningsfólks okkar sem fer ánægt heim.“

„Ég hef alltaf verið marksækinn miðjumaður. Það er ástæðan fyrir því að Spurs sóttu mig (frá Leicester City). Ég er hérna til að skapa færi og skora mörk.“

„Það voru smá læti utan frá í vikunni. Fólk hefur sínar skoðanir en enginn er gagnrýnni á mig og mínar frammistöður en ég sjálfur. Þjálfarinn vill helst að við séum í okkar eigin heimi en það er erfitt með samfélagsmiðla í dag, maður sér allt saman.“

„Við viljum ekki búa til afsakanir en síðustu mánuðir hafa verið erfiðir. Strákarnir hafa verið magnaðir í að spila á þriggja daga fresti aftur og aftur. Það er gott að geta snúið aftur á völlinn og létt aðeins undir þeim,“ sagði hetjan Maddison að endingu.

Tottenham er nú með 30 stig í 12. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×