Enski boltinn

Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodi­son með augum stuðnings­mannanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Everton og Liverpool fagna í síðasta leik liðanna á Goodison Park.
Stuðningsmenn Everton og Liverpool fagna í síðasta leik liðanna á Goodison Park. Getty/Carl Recine

Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum og sögulegum nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið.

Þetta var viðburðarríkur leikur, sannkallaður leikur af gamla skólanum sem bauð upp á fjögur mörk, fullt af gulum spjöldum, fjögur rauð spjöld, dramatískt jöfnunarmark og meira að segja smá slagsmál í leikslok.

Bæði liðin komust líka yfir í leiknum og það voru komnar átta mínútum af uppbótatíma þegar Everton jafnaði metin með frábæru marki miðvarðar liðsins.

Þetta var því mikill tilfinningarússíbani fyrir stuðningsmenn beggja liða sem voru meyrir fyrir enda ljóst að þetta væri í síðasta skiptið sem Everton og Liverpool mætast á Goddison Park.

Everton flytur frá Goodson Park í sumar þar sem liðið hefur spilað síðan á nítjándu öld.

Hér fyrir neðan má sjá síðasta borgarslaginn á Goodison Park með augum stuðningsmanna beggja liða. TNT Sport klippti saman myndbrot þar sem má sjá viðbrögð stuðningsfólks beggja liða á sama tíma og helstu atvik leiksins gerðust inn á vellinum.

Sjón er sögu ríkari en þarna er svo sannarlega nóg af ástríðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×