Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox deila Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:45 Shepard Smith og Tucker Carlson. Vísir/Getty Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira