Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox deila Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:45 Shepard Smith og Tucker Carlson. Vísir/Getty Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira