Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2019 07:21 Pete Buttigieg, Bernie Sanders, Joe Biden og Elizabeth Warren voru meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum. Getty Þeir tíu frambjóðendur Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt. Kappræðurnar voru þær þriðju sem haldnar eru innan flokksins síðan kosningabaráttan fór af stað. Kappræðurnar fóru fram í Houston í Texas og kom til nokkuð harðra deilna á milli Joe Biden, sem er talinn líklegastur samkvæmt skoðanakönnunum og Elizabeth Warren og Bernie Sanders um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Þau Sanders og Warren vilja bæði ganga mun lengra í því að efla heilsugæslu í landinu en Biden varaði við því að slíkar aðgerðir væru allt of kostnaðarsamar.Að neðan má sjá samantekt Time um hápunkta kappræðnanna.BBC segir frá því að Beto O‘Rourke, fyrrverandi þingmaður Texas, hafi fengið eitt mesta lófatak kvöldsins meðal áhorfenda þar sem hann ræddi nauðsyn þess að herða skotvopnalöggjöf landsins. Umbætur á heilbrigðiskerfi landsins hefur verið eitt helsta deilumál frambjóðenda demókrata það sem af er kosningabaráttunni. Biden gagnrýndi umbótatillögur Sanders og sagði þær of dýrar í framkvæmd og sagði þess í stað betra að bæta sjúkratryggingakerfið sem forsetinn fyrrverandi Barack Obama kom á í sinni forsetatíð. Þeir frambjóðendur sem þátt tóku í kappræðunum, auk Biden, Warren, O‘Rourke og Sanders voru viðskiptamaðurinn Andrew Yang, öldungadeildarþingmennirnir Cory Booker, Amy Klobuchar og Kamala Harris, húsnæðismálaráðherrann fyrrverandi Julián Castro og borgarstjórinn Peters Buttigieg.Að neðan má sjá upphafsorð frambjóðendanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Þeir tíu frambjóðendur Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt. Kappræðurnar voru þær þriðju sem haldnar eru innan flokksins síðan kosningabaráttan fór af stað. Kappræðurnar fóru fram í Houston í Texas og kom til nokkuð harðra deilna á milli Joe Biden, sem er talinn líklegastur samkvæmt skoðanakönnunum og Elizabeth Warren og Bernie Sanders um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Þau Sanders og Warren vilja bæði ganga mun lengra í því að efla heilsugæslu í landinu en Biden varaði við því að slíkar aðgerðir væru allt of kostnaðarsamar.Að neðan má sjá samantekt Time um hápunkta kappræðnanna.BBC segir frá því að Beto O‘Rourke, fyrrverandi þingmaður Texas, hafi fengið eitt mesta lófatak kvöldsins meðal áhorfenda þar sem hann ræddi nauðsyn þess að herða skotvopnalöggjöf landsins. Umbætur á heilbrigðiskerfi landsins hefur verið eitt helsta deilumál frambjóðenda demókrata það sem af er kosningabaráttunni. Biden gagnrýndi umbótatillögur Sanders og sagði þær of dýrar í framkvæmd og sagði þess í stað betra að bæta sjúkratryggingakerfið sem forsetinn fyrrverandi Barack Obama kom á í sinni forsetatíð. Þeir frambjóðendur sem þátt tóku í kappræðunum, auk Biden, Warren, O‘Rourke og Sanders voru viðskiptamaðurinn Andrew Yang, öldungadeildarþingmennirnir Cory Booker, Amy Klobuchar og Kamala Harris, húsnæðismálaráðherrann fyrrverandi Julián Castro og borgarstjórinn Peters Buttigieg.Að neðan má sjá upphafsorð frambjóðendanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42
Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00
Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00