Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 10:15 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. Vísir/ap Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, getur með engu móti tekið undir röksemdarfærslu Bandaríkjaforseta sem vill bjóða Rússum aðild að samtökum stærstu iðnríkja heims því Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefði að hluta til geta réttlætt innlimun á Krímskaga árið 2014. Hópur hinna svokölluðu G7-ríkjanna, sem áður hét G8 ríkin, ráku Rússland á dyr, þegar Pútín og forseti héraðsþingsins á Krímskaga undirrituðu samkomulag um að héraðið myndi ganga í rússneska ríkjasambandið sem vakti mikla reiði í Úkraínu og á Vesturlöndum. Um helgina í Frakklandi fara fram fundir G7-ríkjanna þar sem helstu málefni heimsbyggðarinnar eru rædd. Tusk var spurður á blaðamannafundi út í áhuga Trumps að bjóða Rússum aðild að félagsskapnum á ný.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir hugmynd Trumps um að bjóða Rússum í hópinn af og frá.Getty/Sean Gallup„Fyrir ári síðan, í Kanada, stakk Trump forseti upp á því að bjóða Rússum aðild að G7 á ný, og staðhæfði opinberlega að búið væri að réttlæta að hluta til ákvörðun um innlimun Krímskaga og við beðin um að sætta okkur við þá staðreynd,“ segir Tusk og bætti við að iðnríkin myndu ekki undir neinum kringumstæðum fallast á slíka röksemdarfærslu. Fyrr í vikunni höfnuðu þjóðarleiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands, hugmyndinni um að bjóða Rússum aftur í hópinn. Tusk sagðist jafnvel hafa tvíeflst í afstöðu sinni gegn aðild Rússa þegar þeir hertóku úkraínsk skip og sjóliða á Kerch-sundi á milli Svartahafs og Azov flóans í nóvember árið 2018. Sjóliðarnir eru enn í haldi. „Í öðru lagi; þegar Rússum var boðin aðild í hóp G7-ríkjanna var það gert á þeim forsendum að Rússar myndu fylgja halda í heiðri frjálslyndu lýðræði, lögum og reglum og mannréttindum. Er einhver hér, á meðal vor, sem getur sagt það með góðri samvisku – ekki út frá viðskiptahagsmunum - að Rússar séu að feta þá slóð?“ spurði Tusk. Hann sagði að miklu betri rök væru fyrir því að bjóða Úkraínu í hópinn en Rússlandi. G7-ríkin eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Kanada en Donald Tusk sækir fundina fyrir hönd 28 aðildaríkja Evrópusambandsins. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. 3. ágúst 2019 04:00 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, getur með engu móti tekið undir röksemdarfærslu Bandaríkjaforseta sem vill bjóða Rússum aðild að samtökum stærstu iðnríkja heims því Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefði að hluta til geta réttlætt innlimun á Krímskaga árið 2014. Hópur hinna svokölluðu G7-ríkjanna, sem áður hét G8 ríkin, ráku Rússland á dyr, þegar Pútín og forseti héraðsþingsins á Krímskaga undirrituðu samkomulag um að héraðið myndi ganga í rússneska ríkjasambandið sem vakti mikla reiði í Úkraínu og á Vesturlöndum. Um helgina í Frakklandi fara fram fundir G7-ríkjanna þar sem helstu málefni heimsbyggðarinnar eru rædd. Tusk var spurður á blaðamannafundi út í áhuga Trumps að bjóða Rússum aðild að félagsskapnum á ný.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir hugmynd Trumps um að bjóða Rússum í hópinn af og frá.Getty/Sean Gallup„Fyrir ári síðan, í Kanada, stakk Trump forseti upp á því að bjóða Rússum aðild að G7 á ný, og staðhæfði opinberlega að búið væri að réttlæta að hluta til ákvörðun um innlimun Krímskaga og við beðin um að sætta okkur við þá staðreynd,“ segir Tusk og bætti við að iðnríkin myndu ekki undir neinum kringumstæðum fallast á slíka röksemdarfærslu. Fyrr í vikunni höfnuðu þjóðarleiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands, hugmyndinni um að bjóða Rússum aftur í hópinn. Tusk sagðist jafnvel hafa tvíeflst í afstöðu sinni gegn aðild Rússa þegar þeir hertóku úkraínsk skip og sjóliða á Kerch-sundi á milli Svartahafs og Azov flóans í nóvember árið 2018. Sjóliðarnir eru enn í haldi. „Í öðru lagi; þegar Rússum var boðin aðild í hóp G7-ríkjanna var það gert á þeim forsendum að Rússar myndu fylgja halda í heiðri frjálslyndu lýðræði, lögum og reglum og mannréttindum. Er einhver hér, á meðal vor, sem getur sagt það með góðri samvisku – ekki út frá viðskiptahagsmunum - að Rússar séu að feta þá slóð?“ spurði Tusk. Hann sagði að miklu betri rök væru fyrir því að bjóða Úkraínu í hópinn en Rússlandi. G7-ríkin eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Kanada en Donald Tusk sækir fundina fyrir hönd 28 aðildaríkja Evrópusambandsins.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. 3. ágúst 2019 04:00 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. 3. ágúst 2019 04:00
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14
Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15
Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56