Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Andri Eysteinsson skrifar 28. ágúst 2019 09:40 Boris Johnson við komuna á fund G7 ríkjanna. Getty Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum
Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38