Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Andri Eysteinsson skrifar 28. ágúst 2019 09:40 Boris Johnson við komuna á fund G7 ríkjanna. Getty Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum
Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38