Vonarstræti Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Í Liverpool-borg liggur Vonarstræti (e. Hope Street) á milli tveggja dómkirkna borgarinnar, þeirrar kaþólsku og þeirrar anglíkönsku. Með táknrænum hætti hafa verið settar upp styttur miðja vegu þar á milli af biskupunum sem réðu þar ríkjum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Stytturnar eiga að tákna góða samvinnu kirknanna tveggja en einnig vekja von um áframhaldandi góða sambúð. Það er kannski álíka táknrænt að Vonarstræti í Reykjavík skeri línu þvert á milli Alþingishússins og Ráðhússins og minni á hið oft stirða samband sveitarfélaga við þing og ríkisstjórn. Nú stendur yfir heildstæð stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og verða drög að tillögu ráðherra kynnt opinberlega á næstu dögum. Við undirbúning málsins virðist hafa verið vandað til verka. Í sumar hefur þannig verið farið yfir grænbók um sveitarstjórnarmál sem kom út síðastliðið vor. Athyglisvert er að skoða samantektir af samráðsfundum sem haldnir voru með landshlutasamtökum sveitarfélaga um land allt. Meðal skýrustu skilaboða sveitarstjórnarfólks eru þau að auknum verkefnum fylgi ekki aukið fjármagn frá ríkisvaldinu. Flestir virðast sammála um það markmið að efla beri sveitarstjórnarstigið þótt þá greini á um leiðir. Hvaða leiðir sem kunna að verða farnar er það algjört lykilatriði að leyst verði úr langvarandi fjárhagslegri togstreitu aðila. Nýlegt dæmi um deilur um framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er aðeins eitt fjölmargra sem því miður eru of algeng. Greint hefur verið frá þeim áformum að settar verði kröfur um þúsund íbúa lágmarksfjölda í sveitarfélagi. Þessari hugmynd ber að fagna enda löngu tímabært að fækka sveitarfélögum og efla. Full ástæða er þó til að skoða hvort ekki eigi að setja markið enn hærra. Það blasir við að í dag eru mörg sveitarfélög alls ekki í stakk búin til að veita lögbundna þjónustu og hvað þá að bæta við sig verkefnum. Vissulega þarf að horfa á aðstæður á hverjum stað og ekki útilokað að í einhverjum tilvikum þurfi að veita undanþágur. Sveitarfélög í landinu eru í dag 72 talsins og þótt þeim hafi fækkað nokkuð undanfarna áratugi hefur það gerst allt of hægt. Miðað við mannfjölda á öðrum fjórðungi ársins eru 39 sveitarfélög með íbúafjölda undir einu þúsundi. Þannig er ljóst að fækkunin yrði mikil nái þessar hugmyndir fram að ganga. Fyrirséð er að þessar hugmyndir muni mæta nokkurri andstöðu eins og áður þegar sameiningarmálin hefur borið á góma. Margvísleg tækifæri til að efla sveitarstjórnarstigið felast í frekari sameiningum. Það er komið undir sveitarstjórnarfólki, ríkisstjórninni og þinginu sem fjárveitingarvaldi að nýta það tækifæri. Þessir aðilar þurfa að vera samstiga í því að sýna fram á ávinninginn sem svo sannarlega er til staðar. Fyrstu skrefin í þessari vegferð lofa góðu og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í Liverpool-borg liggur Vonarstræti (e. Hope Street) á milli tveggja dómkirkna borgarinnar, þeirrar kaþólsku og þeirrar anglíkönsku. Með táknrænum hætti hafa verið settar upp styttur miðja vegu þar á milli af biskupunum sem réðu þar ríkjum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Stytturnar eiga að tákna góða samvinnu kirknanna tveggja en einnig vekja von um áframhaldandi góða sambúð. Það er kannski álíka táknrænt að Vonarstræti í Reykjavík skeri línu þvert á milli Alþingishússins og Ráðhússins og minni á hið oft stirða samband sveitarfélaga við þing og ríkisstjórn. Nú stendur yfir heildstæð stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og verða drög að tillögu ráðherra kynnt opinberlega á næstu dögum. Við undirbúning málsins virðist hafa verið vandað til verka. Í sumar hefur þannig verið farið yfir grænbók um sveitarstjórnarmál sem kom út síðastliðið vor. Athyglisvert er að skoða samantektir af samráðsfundum sem haldnir voru með landshlutasamtökum sveitarfélaga um land allt. Meðal skýrustu skilaboða sveitarstjórnarfólks eru þau að auknum verkefnum fylgi ekki aukið fjármagn frá ríkisvaldinu. Flestir virðast sammála um það markmið að efla beri sveitarstjórnarstigið þótt þá greini á um leiðir. Hvaða leiðir sem kunna að verða farnar er það algjört lykilatriði að leyst verði úr langvarandi fjárhagslegri togstreitu aðila. Nýlegt dæmi um deilur um framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er aðeins eitt fjölmargra sem því miður eru of algeng. Greint hefur verið frá þeim áformum að settar verði kröfur um þúsund íbúa lágmarksfjölda í sveitarfélagi. Þessari hugmynd ber að fagna enda löngu tímabært að fækka sveitarfélögum og efla. Full ástæða er þó til að skoða hvort ekki eigi að setja markið enn hærra. Það blasir við að í dag eru mörg sveitarfélög alls ekki í stakk búin til að veita lögbundna þjónustu og hvað þá að bæta við sig verkefnum. Vissulega þarf að horfa á aðstæður á hverjum stað og ekki útilokað að í einhverjum tilvikum þurfi að veita undanþágur. Sveitarfélög í landinu eru í dag 72 talsins og þótt þeim hafi fækkað nokkuð undanfarna áratugi hefur það gerst allt of hægt. Miðað við mannfjölda á öðrum fjórðungi ársins eru 39 sveitarfélög með íbúafjölda undir einu þúsundi. Þannig er ljóst að fækkunin yrði mikil nái þessar hugmyndir fram að ganga. Fyrirséð er að þessar hugmyndir muni mæta nokkurri andstöðu eins og áður þegar sameiningarmálin hefur borið á góma. Margvísleg tækifæri til að efla sveitarstjórnarstigið felast í frekari sameiningum. Það er komið undir sveitarstjórnarfólki, ríkisstjórninni og þinginu sem fjárveitingarvaldi að nýta það tækifæri. Þessir aðilar þurfa að vera samstiga í því að sýna fram á ávinninginn sem svo sannarlega er til staðar. Fyrstu skrefin í þessari vegferð lofa góðu og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun