Vökvabúskapur okkar Teitur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar