Málsvörn hinsegin nemenda Sólveig Daðadóttir skrifar 19. ágúst 2019 16:51 Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun