R. Kelly hafnar ásökunum um mansal og barnaníð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 18:44 Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Vísir/getty R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum. Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum.
Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12
Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20