Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Noru óttast að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Vísir/EPA Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. Stúlkan var hvergi sjáanleg í hótelherbergi sínu þegar fjölskylda hennar vaknaði í gærmorgun.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Fjölskyldan er búsett í Bretlandi og hafði flogið til Malasíu og innritað sig á hótelið kvöldið áður fyrir tveggja vikna frí en með í för voru einnig tvö systkini Noru. Morguninn eftir var stúlkan horfin úr herberginu og glugginn var opinn.Frá leitinni.Vísir/EPASamtökin Lucie Blackman Trust hafa aðstoðað fjölskylduna eftir hvarf Noru og höfðu þau gefið það út að málið væri rannsakað sem mannrán. Móðursystir Noru sagði í samtali við BBC að það fjölskyldan óttaðist um öryggi hennar þar sem það væri ekki henni líkt að láta sig hverfa. Fjölskyldan sé sannfærð um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Nora er barn með sérþarfir og glímir við námsörðugleika og þroskaskerðingu, sem gerir hana viðkvæmari en önnur börn og við óttumst um öryggi hennar,“ sagði hún og bætti við að Nora myndi ekki vita hvernig ætti að leita sér hjálpar í aðstæðum sem þessum. Hún myndi því aldrei fara frá fjölskyldu sinni sjálfviljug. Yfir 160 manns aðstoða nú við leitina, þar á meðal lögregla og slökkvilið, og eru eigendur hótelsins „að farast úr áhyggjum“ vegna hvarfsins. Starfsmenn aðstoðuð við leitina langt fram á nótt en hótelið er staðsett nærri Berembun skóglendinu sem er um 1620 hektarar. Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. Stúlkan var hvergi sjáanleg í hótelherbergi sínu þegar fjölskylda hennar vaknaði í gærmorgun.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Fjölskyldan er búsett í Bretlandi og hafði flogið til Malasíu og innritað sig á hótelið kvöldið áður fyrir tveggja vikna frí en með í för voru einnig tvö systkini Noru. Morguninn eftir var stúlkan horfin úr herberginu og glugginn var opinn.Frá leitinni.Vísir/EPASamtökin Lucie Blackman Trust hafa aðstoðað fjölskylduna eftir hvarf Noru og höfðu þau gefið það út að málið væri rannsakað sem mannrán. Móðursystir Noru sagði í samtali við BBC að það fjölskyldan óttaðist um öryggi hennar þar sem það væri ekki henni líkt að láta sig hverfa. Fjölskyldan sé sannfærð um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Nora er barn með sérþarfir og glímir við námsörðugleika og þroskaskerðingu, sem gerir hana viðkvæmari en önnur börn og við óttumst um öryggi hennar,“ sagði hún og bætti við að Nora myndi ekki vita hvernig ætti að leita sér hjálpar í aðstæðum sem þessum. Hún myndi því aldrei fara frá fjölskyldu sinni sjálfviljug. Yfir 160 manns aðstoða nú við leitina, þar á meðal lögregla og slökkvilið, og eru eigendur hótelsins „að farast úr áhyggjum“ vegna hvarfsins. Starfsmenn aðstoðuð við leitina langt fram á nótt en hótelið er staðsett nærri Berembun skóglendinu sem er um 1620 hektarar.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58