Erlent

YouTu­be-stjarna þver­tekur fyrir að vera dýra­níðingur eftir um­deilt mynd­band

Sylvía Hall skrifar
Brooke Houts og hundurinn Sphinx.
Brooke Houts og hundurinn Sphinx. Skjáskot
Margir netverjar hafa gagnrýnt YouTube-stjörnuna Brooke Houts eftir að hún birti myndband af sér og Doberman-hundi sínum á síðunni sinni. Houts er með hátt í fjögur hundruð þúsund fylgjendur á YouTube þar sem hún birtir svokölluð myndbandsblogg. BBC greinir frá.

Í myndbandinu sést Houts slá hundinn þegar hún reynir að láta hann framkvæma hinar ýmsu brellur. Í eitt skiptið virðist hún hrækja á hundinn þegar hann hlýðir ekki því sem hún segir.

„Á þeim degi er myndbandið var tekið upp, og í raun alla síðustu viku, hafa hlutir í mínu lífi ekki verið svo frábærir. Ég ætla ekki að spila mig sem fórnarlamb eða neitt slíkt, en ég vil benda á að ég er sjaldan jafn niðurlút og ég var í þessu myndbandi,“ segir Houts í yfirlýsingu sem hún birtir á Twitter-síðu sinni.





Í yfirlýsingunni segist Houts sjá eftir því að hafa valdið fólki óþægindum með myndbandinu. Ekkert réttlæti það hvernig hún kom fram við hundinn í myndbandinu en hún hafi þurft að sýna honum að hegðun hans var óásættanleg. Hún ætli að fara með hundinn í þjálfun og finna leiðir til þess að vera sjálf betri í að þjálfa hundinn heima fyrir.

Dýraverndunarsamtökin PETA hafa blandað sér í málið og segjast hafa kallað eftir því að aðgangi Houts verði lokað á YouTube. Hún hefur sjálf eytt myndbandinu og lokað fyrir Instagram-aðgang sinn eftir að myndbandið fór í dreifingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×