Róttækari og hófsamari demókratar tókust á í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 11:07 Sanders (t.v.) og Warren (t.h.) vörðu róttækar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu í kappræðunum. AP/Paul Sancya Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24