Reagan kallaði Afríkubúa „apa“ í símtali við Nixon Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 15:23 Nixon (t.v.) og Reagan (t.h.) saman á kosningafundi. Sá fyrrnefndi var forseti til 1974 þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins. Reagan varð forseti árið 1981. Vísir/Getty Tveir bandarískir forsetar hlógu saman að því að fulltrúa Afríkuþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum væru „apar“ í símtali þeirra á milli árið 1971. Á upptöku sem var nýlega gerð opinber heyrist Ronald Reagan, þá ríkisstjóri Kaliforníu, fara niðrandi orðum um Afríkubúa við Richard Nixon, þáverandi forseta. Tilefni ummæla Reagan var að fulltrúar Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum fögnuðu því með dansi að aðildarríkin samþykktu að viðurkenna Kína og reka Taívan úr samtökunum. Reagan studdi aðild Taívan. Þáverandi ríkisstjórinn hringdi í Nixon daginn eftir til að lýsa óánægju sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Að sjá þessa…apa frá þessum Afríkulöndum. Fjandinn hafi þá, þeim líður ennþá illa að ganga í skóm!“ heyrist Reagan segja við Nixon á upptökunni. Forsetinn heyrist hlæja. Sagnfræðiprófessor við New York-háskóla sem stýrði áður forsetabókasafni Nixon fann upptökuna en henni hafði verið haldið leyndri vegna persónuverndarsjónarmiða þrátt fyrir að aðrar upptökur hefðu verið birtar árið 2000 þegar Reagan var enn á lífi. Nixon sagði eftir á við utanríkisráðherra sinn að Reagan hefði kallað Tansaníumennina „mannætur“ sem gengju ekki í skóm. Reagan hefði þrýst á hann að segja Bandaríkin frá Sameinuðu þjóðunum en símtalið hafi fljótt snúist að mestu um kvartanir hans um Tansaníumennina. Reagan varð forseti Bandaríkjanna tíu árum eftir símtalið og gegndi embættinu til 1989. Hann lést árið 2004. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tansanía Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Tveir bandarískir forsetar hlógu saman að því að fulltrúa Afríkuþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum væru „apar“ í símtali þeirra á milli árið 1971. Á upptöku sem var nýlega gerð opinber heyrist Ronald Reagan, þá ríkisstjóri Kaliforníu, fara niðrandi orðum um Afríkubúa við Richard Nixon, þáverandi forseta. Tilefni ummæla Reagan var að fulltrúar Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum fögnuðu því með dansi að aðildarríkin samþykktu að viðurkenna Kína og reka Taívan úr samtökunum. Reagan studdi aðild Taívan. Þáverandi ríkisstjórinn hringdi í Nixon daginn eftir til að lýsa óánægju sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Að sjá þessa…apa frá þessum Afríkulöndum. Fjandinn hafi þá, þeim líður ennþá illa að ganga í skóm!“ heyrist Reagan segja við Nixon á upptökunni. Forsetinn heyrist hlæja. Sagnfræðiprófessor við New York-háskóla sem stýrði áður forsetabókasafni Nixon fann upptökuna en henni hafði verið haldið leyndri vegna persónuverndarsjónarmiða þrátt fyrir að aðrar upptökur hefðu verið birtar árið 2000 þegar Reagan var enn á lífi. Nixon sagði eftir á við utanríkisráðherra sinn að Reagan hefði kallað Tansaníumennina „mannætur“ sem gengju ekki í skóm. Reagan hefði þrýst á hann að segja Bandaríkin frá Sameinuðu þjóðunum en símtalið hafi fljótt snúist að mestu um kvartanir hans um Tansaníumennina. Reagan varð forseti Bandaríkjanna tíu árum eftir símtalið og gegndi embættinu til 1989. Hann lést árið 2004.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tansanía Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira