Innlent

Setur reglur um sektar­heimildir Jafn­réttis­stofu

Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Ekki á að beita dagsektum nema að vel ígrunduðu máli.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Ekki á að beita dagsektum nema að vel ígrunduðu máli. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Drög að reglugerð um heimild Jafnréttisstofu til að leggja dagsektir á var sett til kynningar á samráðsvef stjórnvalda þann 28. júní síðastliðinn.

Í Fréttablaðinu í síðustu viku var fjallað um jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að leggja dagsektir á þau fyrirtæki sem hafa ekki fengið slíka vottun. Þar kom fram að Jafnréttisstofa hygðist ekki beita dagsektum nema að vel ígrunduðu máli.

Á grundvelli reglugerðarinnar getur Jafnréttisstofa sektað þau fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið vottun á tilsettum tíma, en líkt og fram kom í frétt Fréttablaðsins í seinustu viku hefur einungis tæplega fjórðungur hlotið jafnlaunavottun.

Reglugerðin felur í sér dagsektir að hámarki fimmtíu þúsund krónum á dag sé athugasemdum Jafnréttisstofu ekki sinnt eða ef eftirlitsskyldir aðilar veita ekki umbeðnar upplýsingar eða gögn til Jafnréttisstofu. Einnig felur hún í sér að Jafnréttisstofa fái ákvörðunarvald um fjárhæð sektanna.

Reglugerðin felur í sér dagsektir að hámarki fimmtíu þúsund krónum á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×