Erlent

20 særðir eftir sprengingu á pizzastað í Flórída

Eiður Þór Árnason skrifar
Vísir/AP
Tuttugu manns eru slasaðir eftir að sprenging varð á tómum pizzastað í Suður-Flórída. Veitingastaðurinn var lagður í rúst og skemmdir urðu á nærliggjandi fyrirtækjum. Fréttastofa AP greinir frá þessu.

Tugir slökkviliðsmanna mættu á staðinn með leitarhunda og leituðu uppi slasaða. Samkvæmt lögreglu er ekki vitað um neitt mannfall. Af þeim 20 sem slösuðust voru tveir alvarlega slasaðir.

Fram kom í tísti frá lögreglu og slökkviliði á svæðinu að talið sé að um gassprengingu hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

Brenndist á andliti í lítilli sprengingu

Starfsmaður á vegum Olíudreifingar var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar brunasár eftir að lítil sprenging varð í bensíntanki við bensínstöð N1 við Hörgárbárbraut á Akureyri.

Sprenging í Vínarborg

Nokkrar hæðir féllu saman en ljósmyndir af vettvangi hafa farið hátt á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×