Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 09:21 Bátar sjást leita að fólki úr kafbátnum Sindbad sem sökk nærri Hurghada í Egyptalandi í gær. AP Egypsk yfirvöld yfirheyrðu áhöfn ferðamannakafbáts sem sökk í Rauðahafi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvað olli slysinu sem kostaði sex rússneska ferðamenn lífið, þar á meðal tvö börn. Fjórir eru sagðir þungt haldnir eftir slysið. Kafbáturinn Sindbad var í útsýnisferð um kóralrif um kílómetra undan strönd ferðamannabæjarins Hurghada í Egyptalandi þegar honum hlekktist á í gærmorgun. Viðbragðsaðilum tókst að bjarga 39 farþegum og fimm manna áhöfninni en sex rússneskir ferðamenn létust. Rússneskir fjölmiðlar segja að tvö börn séu á meðal þeirra látnu. Samkvæmt egypskum yfirvöldum liggja dætur hjóna sem fórust í slysinu slasaðar á sjúkrahúsi. Níu ferðamenn eru slasaðir, þar af fjórir lífshættulega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamennirnir sem voru um borð voru frá Rússlandi, Indlandi, Noregi og Svíþjóð en áhöfnin var egypsk. Sindbad hefur verið gerður út til útsýnisferða af þessu tagi um árabil. Hann gat kafað niður á tuttugu til tuttugu og fimm metra dýpi og gátu ferðamenn virt fyrir sér kóralrif og sjávardýr í gegnum stýr kýraugu á hliðum hans. Amr Hanafy, ríkisstjóri Rauðahafs, segir að kafbáturinn hafi haft fullgilt leyfi og að stjórnandi ferðarinnar hafi verið með tilskilin réttindi. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað. Samtök ferðaþjónustufyrirtækja í Rússlandi segir að kafbáturinn hafi rekist á kóralrif og misst þrýsting á um tuttugu metra dýpi. BBC hefur eftir breskum manni sem ferðaðist með kafbátnum í febrúar að hann hafi virst í góðu ástandi og búinn nútímalegum tækjum. Egyptaland Hafið Ferðaþjónusta Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira
Kafbáturinn Sindbad var í útsýnisferð um kóralrif um kílómetra undan strönd ferðamannabæjarins Hurghada í Egyptalandi þegar honum hlekktist á í gærmorgun. Viðbragðsaðilum tókst að bjarga 39 farþegum og fimm manna áhöfninni en sex rússneskir ferðamenn létust. Rússneskir fjölmiðlar segja að tvö börn séu á meðal þeirra látnu. Samkvæmt egypskum yfirvöldum liggja dætur hjóna sem fórust í slysinu slasaðar á sjúkrahúsi. Níu ferðamenn eru slasaðir, þar af fjórir lífshættulega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamennirnir sem voru um borð voru frá Rússlandi, Indlandi, Noregi og Svíþjóð en áhöfnin var egypsk. Sindbad hefur verið gerður út til útsýnisferða af þessu tagi um árabil. Hann gat kafað niður á tuttugu til tuttugu og fimm metra dýpi og gátu ferðamenn virt fyrir sér kóralrif og sjávardýr í gegnum stýr kýraugu á hliðum hans. Amr Hanafy, ríkisstjóri Rauðahafs, segir að kafbáturinn hafi haft fullgilt leyfi og að stjórnandi ferðarinnar hafi verið með tilskilin réttindi. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað. Samtök ferðaþjónustufyrirtækja í Rússlandi segir að kafbáturinn hafi rekist á kóralrif og misst þrýsting á um tuttugu metra dýpi. BBC hefur eftir breskum manni sem ferðaðist með kafbátnum í febrúar að hann hafi virst í góðu ástandi og búinn nútímalegum tækjum.
Egyptaland Hafið Ferðaþjónusta Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira