Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 14:16 Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post Ákæra á hendur Jeffrey Epstein, bandarískum milljarðamæringi, var gerð opinber í dag. Epstein er meðal annars ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Í ákærunni er Epstein sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum á Manhattan í New York og á Flórída. Epstein var handtekinn í New Jersey í fyrradag. Hann slapp undan sambærilegri ákæru á Flórída fyrir áratug með umdeildri sátt sem hann gerði við saksóknara þar sem er nú ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Brotin eiga að hafa átt sér stað frá 2002 til 2005. Washington Post segir að í ákærunni komi fram að Epstein hafi komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér kynferðislega og misnota tugi stúlkna undir lögaldri“. Hann hafi jafnframt greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur undir lögaldri til að misnota. Epstein, sem er 66 ára gamall og fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, greiddi stúlkunum hundruð dollara fyrir nudd, kynmök og aðrar kynferðislegar athafnir. Samkvæmt ákærunni sáu ónefndir starfsmenn hans um að koma á fundum hans og stúlknanna. Sumar stúlknanna voru allt niður í fjórtán ára gamlar, að sögn CNN. Auðkýfingurinn hefur neitað sök og borið því við að sambönd hans við stúlkurnar hafi verið með vilja beggja. Hann hafi jafnframt haldið að þær væru yfir lögaldri. Í ákærunni er þvert á móti haldið fram að Epstein hafi verið fullkunnugt um að stúlkurnar væru undir lögaldri. Fórnarlömb Epstein á Flórída segja að hann hafi fengið forrétttindameðferð í krafti stöðu sinnar hjá dómstólum.Vísir/Getty Slapp við ákæru fyrir alvarlegustu brotin Mál Epstein hefur vakið athygli á málsmeðferðinni sem hann fékk á Flórída þar sem hann var sakaður um sams konar brot og hann er nú ákærður fyrir í New York og aðkomu núverandi atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna að því að ákærur þar voru felldar niður. Dagblaðið Miami Herald upplýsti í fyrra um óvenjulega mildi og samvinnu sem alríkissaksóknarar á Flórída sýndu Epstein þegar yfir honum vofði ákæra fyrir mansal. Honum var á endanum leyft að játa vægara brot um að hafa falast eftir vændi frá stúlku undir lögaldri og afplánaði þrettán mánaða fangelsisdóm. Saksóknararnir tilkynntu fórnarlömbum Epstein sem kærðu hann ekki um að þeir hefðu gert sátt við hann fyrir fram þrátt fyrir að þeim bæri lagaleg skylda til þess. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherrann var þá alríkissaksóknarinn í málinu sem felldi niður ákæruna á hendur Epstein árið 2008. Þegar Acosta var staðfestur í embætti í fyrra varði hann ákvörðunina um að gera sátt við Epstein þar sem hún hefði tryggt að hann þyrfti að sitja af sér fangelsisdóm. Dómsmálaráðuneytið kannar nú hvort að saksóknararnir hafi gert sekir um embættisglöp. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Ákæra á hendur Jeffrey Epstein, bandarískum milljarðamæringi, var gerð opinber í dag. Epstein er meðal annars ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Í ákærunni er Epstein sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum á Manhattan í New York og á Flórída. Epstein var handtekinn í New Jersey í fyrradag. Hann slapp undan sambærilegri ákæru á Flórída fyrir áratug með umdeildri sátt sem hann gerði við saksóknara þar sem er nú ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Brotin eiga að hafa átt sér stað frá 2002 til 2005. Washington Post segir að í ákærunni komi fram að Epstein hafi komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér kynferðislega og misnota tugi stúlkna undir lögaldri“. Hann hafi jafnframt greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur undir lögaldri til að misnota. Epstein, sem er 66 ára gamall og fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, greiddi stúlkunum hundruð dollara fyrir nudd, kynmök og aðrar kynferðislegar athafnir. Samkvæmt ákærunni sáu ónefndir starfsmenn hans um að koma á fundum hans og stúlknanna. Sumar stúlknanna voru allt niður í fjórtán ára gamlar, að sögn CNN. Auðkýfingurinn hefur neitað sök og borið því við að sambönd hans við stúlkurnar hafi verið með vilja beggja. Hann hafi jafnframt haldið að þær væru yfir lögaldri. Í ákærunni er þvert á móti haldið fram að Epstein hafi verið fullkunnugt um að stúlkurnar væru undir lögaldri. Fórnarlömb Epstein á Flórída segja að hann hafi fengið forrétttindameðferð í krafti stöðu sinnar hjá dómstólum.Vísir/Getty Slapp við ákæru fyrir alvarlegustu brotin Mál Epstein hefur vakið athygli á málsmeðferðinni sem hann fékk á Flórída þar sem hann var sakaður um sams konar brot og hann er nú ákærður fyrir í New York og aðkomu núverandi atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna að því að ákærur þar voru felldar niður. Dagblaðið Miami Herald upplýsti í fyrra um óvenjulega mildi og samvinnu sem alríkissaksóknarar á Flórída sýndu Epstein þegar yfir honum vofði ákæra fyrir mansal. Honum var á endanum leyft að játa vægara brot um að hafa falast eftir vændi frá stúlku undir lögaldri og afplánaði þrettán mánaða fangelsisdóm. Saksóknararnir tilkynntu fórnarlömbum Epstein sem kærðu hann ekki um að þeir hefðu gert sátt við hann fyrir fram þrátt fyrir að þeim bæri lagaleg skylda til þess. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherrann var þá alríkissaksóknarinn í málinu sem felldi niður ákæruna á hendur Epstein árið 2008. Þegar Acosta var staðfestur í embætti í fyrra varði hann ákvörðunina um að gera sátt við Epstein þar sem hún hefði tryggt að hann þyrfti að sitja af sér fangelsisdóm. Dómsmálaráðuneytið kannar nú hvort að saksóknararnir hafi gert sekir um embættisglöp. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08