Dýr mahóníklæðning English Pub slapp við vatnselginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2019 11:08 English Pub er á jarðhæð Austurstrætis 12. Hér má sjá hann að vetri til. Vísir/Hanna Töluvert vatn flæddi á milli fjögurra hæða á Austurstræti 12 í morgun. Nú á tólfta tímanum hefur slökkviliði tekist að þurrka upp þorra vatnsins en áætlað er að það hafi náð upp í ökkla þegar mest var á efri hæðum hússins. Lekinn er rakinn til þvottavélar á efstu hæð hússins, þar sem skemmtistaðinn Vinnustofu Kjarvals er að finna. Talið er að töluvert vatn hafi lekið úr henni í nótt og fram undir morgun. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda barsins English Pub á jarðhæðinni, segir þannig að það hafi ekki verið fyrr en klukkan 7 í morgun sem vatnsskynjari í kjallara hússins hafi gert þeim viðvart. Hann ásamt öðrum aðstandendum barsins og slökkviliði hafa staðið í ströngu við að dæla upp vatni úr kjallara hússins, þar sem finna má lager og salerni, allar götur síðan. Nú sjái hins vegar fyrir endann á því og gerir hann ekki ráð fyrir öðru en að English Pub opni í hádeginu venju samkvæmt. Arnar telur mikla mildi að tjónið hafi ekki orðið meira á barnum sjálfum. Eigendur staðarins hafi nýlega ráðist í dýrar framkvæmdir, til að mynda klætt hann allan í mahóní-við, sem hafi nær alfarið sloppið. Svo virðist sem vatnið hafi lekið meðfram stokkum og beint niður í kjallarann, þar sem gifsveggir á lagernum hafi skemmst. Hálfdán Steinþórsson, einn eigenda Vinnustofu Kjarvals, segir að sama skapi að betur hafi farið en á horfðist. Tjónið á staðnum sé ekki mikið þrátt fyrir vatnsmagnið. Reykjavík Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Töluvert vatn flæddi á milli fjögurra hæða á Austurstræti 12 í morgun. Nú á tólfta tímanum hefur slökkviliði tekist að þurrka upp þorra vatnsins en áætlað er að það hafi náð upp í ökkla þegar mest var á efri hæðum hússins. Lekinn er rakinn til þvottavélar á efstu hæð hússins, þar sem skemmtistaðinn Vinnustofu Kjarvals er að finna. Talið er að töluvert vatn hafi lekið úr henni í nótt og fram undir morgun. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda barsins English Pub á jarðhæðinni, segir þannig að það hafi ekki verið fyrr en klukkan 7 í morgun sem vatnsskynjari í kjallara hússins hafi gert þeim viðvart. Hann ásamt öðrum aðstandendum barsins og slökkviliði hafa staðið í ströngu við að dæla upp vatni úr kjallara hússins, þar sem finna má lager og salerni, allar götur síðan. Nú sjái hins vegar fyrir endann á því og gerir hann ekki ráð fyrir öðru en að English Pub opni í hádeginu venju samkvæmt. Arnar telur mikla mildi að tjónið hafi ekki orðið meira á barnum sjálfum. Eigendur staðarins hafi nýlega ráðist í dýrar framkvæmdir, til að mynda klætt hann allan í mahóní-við, sem hafi nær alfarið sloppið. Svo virðist sem vatnið hafi lekið meðfram stokkum og beint niður í kjallarann, þar sem gifsveggir á lagernum hafi skemmst. Hálfdán Steinþórsson, einn eigenda Vinnustofu Kjarvals, segir að sama skapi að betur hafi farið en á horfðist. Tjónið á staðnum sé ekki mikið þrátt fyrir vatnsmagnið.
Reykjavík Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira