Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 23:48 Acosta hefur tjáð sig um málið á Twitter og kveðst ánægður að málið skuli vera tekið upp á ný. Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. Þegar Acosta gegndi embætti alríkissaksóknara Miami fyrir tólf árum gerði hann afar umdeilt samkomulag við Epstein. Samkomulagið fól það í sér að Epstein gengist við tveimur vægari brotum og í staðinn voru alríkisákærur, sem hefðu getað þyngt dóm hans til muna, felldar niður. Alríkissaksóknar í New York ákærði Epstein fyrir sambærileg brot um helgina Acosta sagði í þessari viku að samkomulagið sem hann gerði við Epstein, sem gerði það að verkum að hann fékk talsvert vægari dóm, hafi verið besta lausnin á flóknu máli og samkomulag af þessu tagi hafi verið gerð um árabil. Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey á laugardaginn og ákærður fyrir að misnota ungar stúlkur kynferðislega. „Glæpirnir sem Epstein framdi eru hræðilegir og ég er ánægður að saksóknarar skulu halda áfram með málið í ljósi nýrra sönnunargagna,“ skrifaði Acosta á Twitter síðastliðinn fimmtudag. Jack Scarola, lögmaður nokkurra fórnalamba Epstein segir Acosta eiga eftir að útskýra margt og vísar afsökunum hans á bug. Donald Trump forseti hefur komið Acosta til varnar en hefur engu að síður sagst ætla að „líta á málið“. Bandaríska blaðið Politico segir að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, þrýsti nú á Trump að láta Acosta fara vegna máls Epstein. Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. Þegar Acosta gegndi embætti alríkissaksóknara Miami fyrir tólf árum gerði hann afar umdeilt samkomulag við Epstein. Samkomulagið fól það í sér að Epstein gengist við tveimur vægari brotum og í staðinn voru alríkisákærur, sem hefðu getað þyngt dóm hans til muna, felldar niður. Alríkissaksóknar í New York ákærði Epstein fyrir sambærileg brot um helgina Acosta sagði í þessari viku að samkomulagið sem hann gerði við Epstein, sem gerði það að verkum að hann fékk talsvert vægari dóm, hafi verið besta lausnin á flóknu máli og samkomulag af þessu tagi hafi verið gerð um árabil. Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey á laugardaginn og ákærður fyrir að misnota ungar stúlkur kynferðislega. „Glæpirnir sem Epstein framdi eru hræðilegir og ég er ánægður að saksóknarar skulu halda áfram með málið í ljósi nýrra sönnunargagna,“ skrifaði Acosta á Twitter síðastliðinn fimmtudag. Jack Scarola, lögmaður nokkurra fórnalamba Epstein segir Acosta eiga eftir að útskýra margt og vísar afsökunum hans á bug. Donald Trump forseti hefur komið Acosta til varnar en hefur engu að síður sagst ætla að „líta á málið“. Bandaríska blaðið Politico segir að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, þrýsti nú á Trump að láta Acosta fara vegna máls Epstein.
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira