Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 11:40 Sjálfsmynd sem Curiosity-jeppinn tók af sér í hlíðum Sharp-fjalls á Mars árið 2015. Vísir/EPA Könnunarjeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur fundið vísbendingar um að töluvert magn lofttegundarinnar metans losni úr jarðvegi reikistjörnunnar Mars. Uppgötvunin er sögð óvænt en á jörðinni eru það yfirleitt lífverur sem framleiða metan. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar til að varpa ljósi á uppruna gassins. Niðurstöður rannsókna Curiosity-könnunarjeppans skiluðu sér til jarðar á fimmtudag og föstudag. NASA hefur enn ekki gefið út opinbera tilkynningu um metanfundinn en New York Times segir að jeppinn hafi greint metan í marsneska loftinu. Yrði það staðfest að metan finnist á Mars kveikti það vonir um að líf sé hugsanlega að finna þar. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur og hefði sólarljós og efnahvörf átt að hafa brotið metan niður á nokkrum öldum. Sé metan að finna þar nú þýddi það að gasið hafi orðið til tiltölulega nýlega. Þó að Mars sé köld og hrjóstrug eyðimörk í dag telja vísindamenn að vatn hafi verið að finna á yfirborðinu í fyrndinni þegar reikistjarnan var hlýrri. Því hafa kenningar verið á lofti um að hafi örverulíf kviknað þar gæti það hafa lifað af undir yfirborðinu. Lífverur sem lifa í súrefnissnauðu umhverfi á jörðinni, þar á meðal djúpt í berglögum neðanjarðar, mynda metan. Jarðhitaferlar geta einnig framleitt gastegundina og því er metanfundurinn á Mars ekki afdráttarlaus vísbending um að líf sé þar að finna. Þá er sagt mögulegt að metanið sé ævafornt og bundið djúpt í jarðlögum þaðan sem það gæti sloppið upp um sprungur. Stjórnendur Curiosity breyttu rannsóknaráætlun farsins snarlega eftir að þeir fengu niðurstöðurnar í hendur til að fylgja þeim eftir. Fyrstu niðurstöður eru sagðar væntanlegar til jarðar í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vísbendingar um metan á Mars hafa fundist. New York Times segir að mælingar eldri könnunarfara hafi þó verið á mörkum þess að vera marktækar. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Könnunarjeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur fundið vísbendingar um að töluvert magn lofttegundarinnar metans losni úr jarðvegi reikistjörnunnar Mars. Uppgötvunin er sögð óvænt en á jörðinni eru það yfirleitt lífverur sem framleiða metan. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar til að varpa ljósi á uppruna gassins. Niðurstöður rannsókna Curiosity-könnunarjeppans skiluðu sér til jarðar á fimmtudag og föstudag. NASA hefur enn ekki gefið út opinbera tilkynningu um metanfundinn en New York Times segir að jeppinn hafi greint metan í marsneska loftinu. Yrði það staðfest að metan finnist á Mars kveikti það vonir um að líf sé hugsanlega að finna þar. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur og hefði sólarljós og efnahvörf átt að hafa brotið metan niður á nokkrum öldum. Sé metan að finna þar nú þýddi það að gasið hafi orðið til tiltölulega nýlega. Þó að Mars sé köld og hrjóstrug eyðimörk í dag telja vísindamenn að vatn hafi verið að finna á yfirborðinu í fyrndinni þegar reikistjarnan var hlýrri. Því hafa kenningar verið á lofti um að hafi örverulíf kviknað þar gæti það hafa lifað af undir yfirborðinu. Lífverur sem lifa í súrefnissnauðu umhverfi á jörðinni, þar á meðal djúpt í berglögum neðanjarðar, mynda metan. Jarðhitaferlar geta einnig framleitt gastegundina og því er metanfundurinn á Mars ekki afdráttarlaus vísbending um að líf sé þar að finna. Þá er sagt mögulegt að metanið sé ævafornt og bundið djúpt í jarðlögum þaðan sem það gæti sloppið upp um sprungur. Stjórnendur Curiosity breyttu rannsóknaráætlun farsins snarlega eftir að þeir fengu niðurstöðurnar í hendur til að fylgja þeim eftir. Fyrstu niðurstöður eru sagðar væntanlegar til jarðar í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vísbendingar um metan á Mars hafa fundist. New York Times segir að mælingar eldri könnunarfara hafi þó verið á mörkum þess að vera marktækar.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07
Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01
Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15
Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00