Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 21:50 John Sanders sagði af sér í dag. Getty/Moneymaker John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30