Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 08:34 Vel fór á með þeim Pútín og Trump eins og svo oft áður. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira