Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 08:34 Vel fór á með þeim Pútín og Trump eins og svo oft áður. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira