Alþjóðlega kleinhringjakeðjan Krispy Kreme hefur ákveðið í samráði við Hagkaup að hætta starfsemi sinni hér á landi. Rekstrarstjóri fyrirtækisins á Íslandi segir ákvörðunina vera þungbæra.
Krispy Kreme opnaði hér á landi í nóvember árið 2016 og var Ísland fyrsta Norðurlandaþjóðin sem opnaði útibú. Eru útibúin nú þrjú talsins, í Kringlunni, Skeifunni og Smáralind.
Kaffihús Krispy Kreme í Kringlunni og Skeifunni munu loka þann 1. júlí, strax eftir helgi, og í Smáralind þann 1. október næstkomandi. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hár framleiðslukostnaður og of lítill markaður.
„Langflestir hafa unnið með okkur frá því við opnuðum í nóvember 2016 og staðið sig alveg frábærlega. Þau eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu,“ er haft eftir Viðari Brink rekstrarstjóra í fréttatilkynningu, og segist hann sjaldan hafa kynnst eins duglegu og samviskusamlegu fólki á sínum ferli.
Þetta hefur verið erfitt ár fyrir kleinuhringjaunnendur þessa lands en síðasta sölustað Dunkin‘ Donuts hér á landi var lokað um áramót eftir þriggja ára rekstur hérlendis. Spilaði þar einnig hár framleiðslukostnaður inn í.
Kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme kveður Ísland

Tengdar fréttir

Stöðum Dunkin' Donuts á Íslandi hefur öllum verið lokað
Sölustað Dunkin' Donuts í Kringlunni var lokað um áramót.