Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2019 11:17 Frá vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð. Eldur kom upp í vinstri væng flugvélarinnar þegar hún skall til jarðar. Vísir/Stöð 2 Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. Alls voru fimm um borð í flugvélinni þegar hún skall til jarðar og kom upp eldur í vinstri væng hennar. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu auk annarra viðbragðsaðila fóru á vettvang en á fimmta tug tóku þátt í aðgerðum á vettvangi sem Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, stýrði. „Tilkynningin hljómaði þannig að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið hérna á svæðinu kallað til, segir Sveinn. Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með sitthvorri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru líðan þeirra stöðug.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa ræða rannsókn málsins.Vísir/Jóhann KVeður var gott þegar slysið varð Er vitað hvað hér gerðist?„Nei. Það er ekki komið á hreint hvað hér gerðist. Það er verið að vinna út bæði þeim gögnum sem við erum með og tala við þau vitni sem að voru að atvikinu og eins er verið að vinna á vettvangi,“ segir Sveinn.Var veður gott á vettvangi?„Það er búið að vera einmuna blíða í langan tíma og veðrið mjög gott,“ segir Sveinn. Eitt vitni, svo vitað sé, var að því þegar flugvélin skall niður. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu luku vettvangsrannsókn í Fljótshlíð snemma í morgun. Var flak flugvélarinnar flutt til Keflavíkur í morgun þar sem það verður rannsakað frekar að sögn Ragnars Guðmundssonar fulltrúa Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Fulltrúi Rannsóknarnfndar samgönguslysa á vettvangi flugsluyssins í Fljótshlíð í gær.Vísir/Jóhann KRannsókn getur tekið langan tíma „Við erum að flytja flakið í skýlið okkar og það næsta sem tekur við er í rauninni hefja rannsókn á flaki og hin eiginlega frumrannsókn þar sem við byrjum að safna gögnum og taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar.Hafið þið upplýsingar um með hvaða hætti þetta slys bar að?„Nei. Við erum ekki komin með nægilega góða mynd af því ennþá. Er ekki við því að búast að rannsókn á slysi sem þessu geti tekið langan tíma? Það er einfaldlega aðeins of snemmt að segja til um það en að öllu jöfnu taka svona stærri rannsóknir töluverðan tíma,“ segir Ragnar. Rætt hefur verið við vitni af atvikinu og aðstandendur fólksins og var viðbragðsteymi Rauða kross Íslands var virkjað sem veitti fólkinu sálrænan stuðning. Flugvélin skráð erlendis Vélin var fimm sæta, með tveimur hreyflum og af gerðinni PIPER PA-23 með skráningu erlendis. Sveinn Rúnar, yfirlögregluþjónn segir samfélagið í Fljótshlíð slegið vegna atburðarins. „Hér er mikið og þétt samfélag hérna í Múlakoti af flugmönnum og þetta hefur vissulega áhrif. það er ekki langt í flugvöllinn í Múlakoti var flugvélin að koma inn til lendingar eða að taka á loft þegar slysið átti sér stað? Það er svo sem verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn var er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglan Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. Alls voru fimm um borð í flugvélinni þegar hún skall til jarðar og kom upp eldur í vinstri væng hennar. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu auk annarra viðbragðsaðila fóru á vettvang en á fimmta tug tóku þátt í aðgerðum á vettvangi sem Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, stýrði. „Tilkynningin hljómaði þannig að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið hérna á svæðinu kallað til, segir Sveinn. Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með sitthvorri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru líðan þeirra stöðug.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa ræða rannsókn málsins.Vísir/Jóhann KVeður var gott þegar slysið varð Er vitað hvað hér gerðist?„Nei. Það er ekki komið á hreint hvað hér gerðist. Það er verið að vinna út bæði þeim gögnum sem við erum með og tala við þau vitni sem að voru að atvikinu og eins er verið að vinna á vettvangi,“ segir Sveinn.Var veður gott á vettvangi?„Það er búið að vera einmuna blíða í langan tíma og veðrið mjög gott,“ segir Sveinn. Eitt vitni, svo vitað sé, var að því þegar flugvélin skall niður. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu luku vettvangsrannsókn í Fljótshlíð snemma í morgun. Var flak flugvélarinnar flutt til Keflavíkur í morgun þar sem það verður rannsakað frekar að sögn Ragnars Guðmundssonar fulltrúa Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Fulltrúi Rannsóknarnfndar samgönguslysa á vettvangi flugsluyssins í Fljótshlíð í gær.Vísir/Jóhann KRannsókn getur tekið langan tíma „Við erum að flytja flakið í skýlið okkar og það næsta sem tekur við er í rauninni hefja rannsókn á flaki og hin eiginlega frumrannsókn þar sem við byrjum að safna gögnum og taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar.Hafið þið upplýsingar um með hvaða hætti þetta slys bar að?„Nei. Við erum ekki komin með nægilega góða mynd af því ennþá. Er ekki við því að búast að rannsókn á slysi sem þessu geti tekið langan tíma? Það er einfaldlega aðeins of snemmt að segja til um það en að öllu jöfnu taka svona stærri rannsóknir töluverðan tíma,“ segir Ragnar. Rætt hefur verið við vitni af atvikinu og aðstandendur fólksins og var viðbragðsteymi Rauða kross Íslands var virkjað sem veitti fólkinu sálrænan stuðning. Flugvélin skráð erlendis Vélin var fimm sæta, með tveimur hreyflum og af gerðinni PIPER PA-23 með skráningu erlendis. Sveinn Rúnar, yfirlögregluþjónn segir samfélagið í Fljótshlíð slegið vegna atburðarins. „Hér er mikið og þétt samfélag hérna í Múlakoti af flugmönnum og þetta hefur vissulega áhrif. það er ekki langt í flugvöllinn í Múlakoti var flugvélin að koma inn til lendingar eða að taka á loft þegar slysið átti sér stað? Það er svo sem verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn var er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglan Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39