Unglingum í Liverpool boðnar háar fjárhæðir fyrir hnífaárásir Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 08:45 Frá vettvangi stunguárásar. Vísir/Getty Í BBC-hlaðvarpinu Beyond Today kom fram að unglingum í Liverpool hefur verið boðið allt að þúsund pund gegn því að stinga önnur ungmenni. Koma tilboðin mestmegnis frá foringjum glæpahringja sem vilja forðast að framkvæma sjálfir árásirnar. BBC greinir frá. Upphæðin samsvarar um það bil 160 þúsund íslenskum krónum og hafa ásakanirnar um þessa háttsemi verið tengdar við að minnsta kosti eina nýlega hnífaárás í borginni. Lögreglan í Merseyside segist vera meðvituð um að skipulagðir glæpahringir væru að nota ofbeldi til þess að leysa deilur.Sjá einnig: Tveir unglingar myrtir með tólf mínútna millibili í London Í yfirlýsingu frá lögreglu var ásökununum ekki beinlínis svarað en þó var tekið fram að slíkir glæpahringir hefðu orð á sér fyrir að misnota ungt og viðkvæmt fólk til þess að selja eiturlyf og fá það til þess að fremja ofbeldisverk. Unglingarnir sem komu fram í hlaðvarpinu sögðust einnig þekkja dæmi þess að fólk færi og fylgdist með slagsmálum þar sem hnífar væru notaðir. Slagsmálin væru skipulögð í þeim tilgangi að útkljá ósætti manna á milli. Yfir 22 þúsund glæpir tengdir hnífum voru skráðir hjá lögreglunni í Bretlandi á síðasta ári og var ein mesta fjölgun slíkra glæpa í umdæmi lögreglunnar í Merseyside, um það bil 35 prósent. Voru atvik tengd hnífaglæpum rúmlega tólf hundruð í umdæminu á síðasta ári. Bretland England Tengdar fréttir Hnífaæði meðal breskra unglinga Sífellt fleiri breskir unglingar ganga nú um vopnaðir hnífum og hafa þarlend yfirvöld látið í ljós áhyggjur af þróuninni. 2. júní 2009 07:14 Vilja málmleitarhlið í alla skóla í London Hnífaárásir tíðar í borginni. 3. maí 2017 23:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Í BBC-hlaðvarpinu Beyond Today kom fram að unglingum í Liverpool hefur verið boðið allt að þúsund pund gegn því að stinga önnur ungmenni. Koma tilboðin mestmegnis frá foringjum glæpahringja sem vilja forðast að framkvæma sjálfir árásirnar. BBC greinir frá. Upphæðin samsvarar um það bil 160 þúsund íslenskum krónum og hafa ásakanirnar um þessa háttsemi verið tengdar við að minnsta kosti eina nýlega hnífaárás í borginni. Lögreglan í Merseyside segist vera meðvituð um að skipulagðir glæpahringir væru að nota ofbeldi til þess að leysa deilur.Sjá einnig: Tveir unglingar myrtir með tólf mínútna millibili í London Í yfirlýsingu frá lögreglu var ásökununum ekki beinlínis svarað en þó var tekið fram að slíkir glæpahringir hefðu orð á sér fyrir að misnota ungt og viðkvæmt fólk til þess að selja eiturlyf og fá það til þess að fremja ofbeldisverk. Unglingarnir sem komu fram í hlaðvarpinu sögðust einnig þekkja dæmi þess að fólk færi og fylgdist með slagsmálum þar sem hnífar væru notaðir. Slagsmálin væru skipulögð í þeim tilgangi að útkljá ósætti manna á milli. Yfir 22 þúsund glæpir tengdir hnífum voru skráðir hjá lögreglunni í Bretlandi á síðasta ári og var ein mesta fjölgun slíkra glæpa í umdæmi lögreglunnar í Merseyside, um það bil 35 prósent. Voru atvik tengd hnífaglæpum rúmlega tólf hundruð í umdæminu á síðasta ári.
Bretland England Tengdar fréttir Hnífaæði meðal breskra unglinga Sífellt fleiri breskir unglingar ganga nú um vopnaðir hnífum og hafa þarlend yfirvöld látið í ljós áhyggjur af þróuninni. 2. júní 2009 07:14 Vilja málmleitarhlið í alla skóla í London Hnífaárásir tíðar í borginni. 3. maí 2017 23:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Hnífaæði meðal breskra unglinga Sífellt fleiri breskir unglingar ganga nú um vopnaðir hnífum og hafa þarlend yfirvöld látið í ljós áhyggjur af þróuninni. 2. júní 2009 07:14