Fleiri sækja í veitingahús og bari en verslanir í miðbænum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 18. júní 2019 06:00 Fjöldi fólks lagði leið sína á þann hluta Laugavegs sem nú er göngugata á 17. júní. Fréttablaðið/Valli Þeir sem nýta sér þjónustu í miðborginni gera það flestir á matsölustöðum, kaffihúsum, börum og skemmtistöðum. 97,5 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni til þrisvar í mánuði nýttu sér þessa þjónustu á síðustu tólf mánuðum en 71,3 prósent sama hóps nýttu sér þjónustu verslana á svæðinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu á afstöðu borgarbúa til göngugatna. Lokað var fyrir bílaumferð á göngugötum borgarinnar 1. maí síðastliðinn og undanfarin ár hefur verið opnað fyrir umferð aftur 1. október. Samþykkt hefur verið í borgarstjórn að gera göngugötur varanlegar í borginni og mun sú breyting fara fram í áföngum. Fyrsti áfanginn verður svæðið frá Þingholtsstræti að Klapparstíg. Í könnuninni kemur einnig fram að nær helmingur svarenda er hlynntur göngugötum í miðborginni, 18,2 prósent hafa ekki myndað sér afstöðu og 32,7 prósent eru andvíg göngugötunum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Því oftar sem fólk nýtir sér þjónustu miðborgarinnar, því hlynntara er það lokun gatnanna. 75 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni í viku eða oftar eru hlynnt lokununum á meðan 58 prósent þeirra sem segjast aldrei nýta sér þar þjónustu eru andvíg. Þeir sem hlynntir eru göngugötunum segja flestir skemmtilegri stemningu helstu ástæðuna, eða 28 prósent. Því næst nefnir fólk minni bílaumferð, aukið mannlíf og loftgæði. Þeir sem eru andvígir varanlegri lokun gatna í borginni nefna langflestir, eða 29,4 prósent, veðrið sem ástæðu þess, því næst er nefnt skert aðgengi og skert aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að vel verði hugað að aðgengi á göngugötunum og þá sér í lagi aðgengi fyrir hreyfihamlaða. „Laugavegurinn verður endurgerður og við lyftum yfirborði götunnar, þá er betra aðgengi inn í verslanir. Svo erum við líka að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða upp við göngugötuna. Við ætlum að reyna að bæta aðgengi á alla vegu.“ Aðspurð um niðurstöður könnunarinnar segir Sigurborg þær koma heim og sama við upplifun hennar á hversu margir leggja leið sína í miðborgina. „Við sjáum þetta eftir að lokanir hófust, það eru svo margir að koma niður í miðbæ á göngugötuna, svo þessar niðurstöður haldast í hendur við það sem við sjáum.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Þeir sem nýta sér þjónustu í miðborginni gera það flestir á matsölustöðum, kaffihúsum, börum og skemmtistöðum. 97,5 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni til þrisvar í mánuði nýttu sér þessa þjónustu á síðustu tólf mánuðum en 71,3 prósent sama hóps nýttu sér þjónustu verslana á svæðinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu á afstöðu borgarbúa til göngugatna. Lokað var fyrir bílaumferð á göngugötum borgarinnar 1. maí síðastliðinn og undanfarin ár hefur verið opnað fyrir umferð aftur 1. október. Samþykkt hefur verið í borgarstjórn að gera göngugötur varanlegar í borginni og mun sú breyting fara fram í áföngum. Fyrsti áfanginn verður svæðið frá Þingholtsstræti að Klapparstíg. Í könnuninni kemur einnig fram að nær helmingur svarenda er hlynntur göngugötum í miðborginni, 18,2 prósent hafa ekki myndað sér afstöðu og 32,7 prósent eru andvíg göngugötunum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Því oftar sem fólk nýtir sér þjónustu miðborgarinnar, því hlynntara er það lokun gatnanna. 75 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni í viku eða oftar eru hlynnt lokununum á meðan 58 prósent þeirra sem segjast aldrei nýta sér þar þjónustu eru andvíg. Þeir sem hlynntir eru göngugötunum segja flestir skemmtilegri stemningu helstu ástæðuna, eða 28 prósent. Því næst nefnir fólk minni bílaumferð, aukið mannlíf og loftgæði. Þeir sem eru andvígir varanlegri lokun gatna í borginni nefna langflestir, eða 29,4 prósent, veðrið sem ástæðu þess, því næst er nefnt skert aðgengi og skert aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að vel verði hugað að aðgengi á göngugötunum og þá sér í lagi aðgengi fyrir hreyfihamlaða. „Laugavegurinn verður endurgerður og við lyftum yfirborði götunnar, þá er betra aðgengi inn í verslanir. Svo erum við líka að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða upp við göngugötuna. Við ætlum að reyna að bæta aðgengi á alla vegu.“ Aðspurð um niðurstöður könnunarinnar segir Sigurborg þær koma heim og sama við upplifun hennar á hversu margir leggja leið sína í miðborgina. „Við sjáum þetta eftir að lokanir hófust, það eru svo margir að koma niður í miðbæ á göngugötuna, svo þessar niðurstöður haldast í hendur við það sem við sjáum.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira